Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 131
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2016 · 1 131
I
Á tímum þegar „allt er leyfilegt“ þurfa
listamenn sjálfir að „hafa á sér hemil“,
svo að þeir finni hugsun sinni farveg og
form. Hömlur eru líka ekki endilega
réttnefni þegar kemur að þeim skorðum
sem sköpun listamanna kunna að vera
settar. Öðru nær, ekki síst þegar lista-
mennirnir setja þær sjálfir. Þannig eign-
uðumst við nokkur mikil meistaraverk
þegar Lars von Trier, Thomas Vinter-
berg og félagar þeirra í kvikmynda-
bransanum settu sér Dogma-reglurnar.
Og þá setti hinn frægi listamaður Matt-
hew Barney, sér allskyns grimmar
skorður við sköpun listaverkaseríunnar
rómuðu, Drawing Restraint og hafði að
fyrirmynd áskoranir og erfiðleika sem
einkenna líf íþróttamanna, en sjálfur
þótti hann á yngri árum líklegur til
afreka á því sviði.
Afreksíþróttir koma vissulega upp í
hugann við lestur Geirmundar sögu
heljarskinns. Bæði þegar ómennskur
fræknleikur hálfsrekka og söguhetjunn-
ar sjálfrar eru gaumgæfðar, en líka ef
horft er til skrifanna sjálfra.
Segja má að Bergsveinn Birgisson
noti skylda aðferð og Barney og Dogma-
menn til að koma sköpunarsafanum á
hreyfingu í Geirmundarsögu. Hann fell-
ir hana (næstum) fyllilega í form og stíl
Íslendingasagna, og lætur ekki þar við
sitja heldur líkja bókahönnuðirnir eftir
hinni virðulegu grundvallarútgáfu
Fornritafélagsins í umbroti, leturgerð,
stafsetningu og framsetningu formála
og neðanmálsgreina. Kjölurinn þó
annar, engin hætta á að hún týnist í
stássbókaskápnum.
Bergsveinn hlífir okkur reyndar við
langlokum um lesbrigði neðanmáls,
enda skapar hann sögunni dramatíska
varðveislusögu sem skilur aðeins eftir
eitt óaðgengilegt handrit og eitt vafa-
samt nútímaeftirrit þess. Sagan af
afdrifum bókarinnar gegnir þegar upp
er staðið lykilhlutverki í erindi hennar
og tengist beint eldfimu efni hennar.
Það gæti virst svolítið augljóst að
velja sér þennan frásagnarhátt til að
segja þessa sögu sem sækir heimildir
sínar í fornaldarsögur, Landnámu og
Sturlungu. Þó verður að huga að því að
undanfarin ár og áratugi hafa íslenskir
höfundar farið þveröfuga átt í ferðalög
inn í þennan heim. Beitt aðferðum og
hefðum nútímabókmenntanna til að
sýna eitthvað nýtt, endurskoða og
endur túlka. Úr efni Geirmundar sögu
mætti til dæmis hugsa sér slíka bók um
hlutskipti Leifs Loðhattarsonar, þræls-
sonarins sem tekur sess konungsson-
anna skrælingjalegu fyrstu æviárin, en
þarf síðan að venja sig við hlutskipti
hins ánauðuga þegar skiptin komast
upp. Þarna leynist efni sem auðvelt er að
ímynda sér kveikja í Ármanni Jakobs-
syni, höfundi Glæsis og Einari Kárasyni
með sín næmu eintöl fyrir hönd kvenna
og smámenna í gerningaveðri Sturl-
ungaaldar. Jafnvel Benedikt Erlingssyni
eða Brynhildi Guðjónsdóttur.
Um sagnaarfinn gildir það sama og
gott kökuhlaðborð til sveita. Nóg til
frammi.
II
En Bergsveinn sem sagt skoðar Geir-
mund heljarskinn. Og hefur gert lengi.
2013 kom út í Noregi Den Svarte Vikin-
gen, alþýðlegt fræðirit um rannsóknir
Bergsveins og niðurstöður hvað varðar
þennan óvenjulega landnámsmann. Fal-
leg og efnismikil bók sem vel mætti
hugsa sér að yrði þýdd og kæmi út hér
líka. Jafnvel þótt við höfum fengið þessa
áhugaverðu skáldsögu.
Bergsveinn sækir efni hennar einkum
í þrjú rit. Fornaldarsagan Hálfs saga og
hálfsrekka segir frá forfeðrum Geir-
mundar og lýkur með fæðingu hans og