Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 44
E g i l l B j a r n a s o n 44 TMM 2016 · 1 vana sinn að gefa minna en tvær og hálfa stjörnu. Annað er frávik. Ýktari spönn fyrrnefndra blaða, þar sem viðtökurnar eru ýmist í ökla eða eyra, skerpa greinileg skil milli eldri og yngri höfunda, sem fá að jafnaði lakari viðtökur. Hvort þau sanna hið fornkveðna að æfingin skapi meistarann skal ósagt látið. Atvinnustéttir rithöfunda og gagnrýnenda eru með varnarþing í prímtölupóstnúmerum Reykjavíkur.17 Með ákveðnum rökum mætti segja að báðir hópar hefðu hag af skjallbandalagi. Þessu er jafn erfitt að slá föstu og því hversu mikil áhrif stjörnugjafir hafa raunverulega á sölutölur bóka. Árangur í bókaútgáfu er oftar en ekki hending. Hver hefði svo sem getað spáð sigurför litabóka á íslenskum metsölulistum síðasta árs? Tilfinningaleg áhrif gagnrýni geta þannig verið öllu augljósari en markaðsleg. Sjálfsævisagan Stúlka með höfuð lýsir hvernig starfsánægja rit- höfundarins Þórunnar Erlu- Valdimarsdóttur sveiflast með viðtökum gagn- rýnenda hverju sinni. Hauskúpan sem Þórunn fékk frá Kolbrúnu Bergþórs- dóttur fyrir fyrstu skáldsögu sína, Júlíu, hefur ekki enn yfirgefið hennar eigin höfuð.18 Í blaðaviðtali árið 1995 sagði Þórunn að gagnrýni dagblaðanna skipti rithöfunda máli „því það eru svo margir sem frétta af henni en fáir sem lesa sjálf verkin“.19 Og fyrir skemmstu viðurkenndi Jóhanna Kristjónsdóttir að hún hefði hætt að skrifa eftir slæma gagnrýni.20 Játningar sem þessar eru fáheyrðar. „Ég held að rithöfundar vilji oft ekki gefa gagnrýnendum vald yfir sér með því að viðurkenna áhrif þeirra,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir21 en hún mun síðar í þessum febrúarmánuði verja doktorsritgerð sem ber heitið „Ritgerð um ritdóma“.  Allt til ársins 2006 giltu sömu lögmál um stjörnugjafir hér og annars staðar á Vesturlöndum: Þær voru nær eingöngu samkvæmisleikir síðdegisblaða. Þann 14. nóvember 2006 breyttist það með tilkynningu á blaðsíðu sjötíu í Fréttablaðinu. Þar voru þrjár málsgreinar um þessa nýjung: „Öll stærri dag- blöð vestanhafs og austan bjóða uppá þjónustu af þessu tagi [og] hér á landi hefur stjörnugjöf tíðkast á fjölda miðla.“22 Fyrri fullyrðingin, um að stjörnu- gjafir tíðkist á stærri dagblöðum „vestanhafs og austan“, er hálfsannleikur.23 Sú síðari, um þá hefð fjölda miðla hér á landi, er líka afbökuð. Til þessa dags átti stjörnugjöf sér eingöngu fordæmi á dagblöðum sem voru stofnuð eða stýrt af Gunnari Smára Egilssyni. Og þáverandi ritstjóri Fréttablaðsins var … Gunnar Smári Egilsson. En það væru léleg félagsvísindi að eigna einum manni samfélagshefð. Hvergi annars staðar en á Íslandi fylgja öll dagblöð og vikurit þessari megind legu aðferð í bókmenntaumfjöllunum og því eðlilegast að leita í jarðveg bókaþjóðarinnar. Hér á landi er bókaverslun án hliðstæðu. Á hverju ári koma út um eitt þúsund bókatitlar, flestir á síðasta ársfjórðungi. Fæstir Íslendingar hafa tíma til að setja sig inn í framboðið áður en þeir aka inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.