Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2016 · 1 ást (2006). Bókinni var afar vel tekið, rokseldist og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Grunnhug- myndin er saga af ferðalagi á æsku- stöðvarnar í skugga yfirvofandi sam- bandsslita. Nítján númeruð ljóð fjalla um ferðina og ýmsa togstreitu í fjöl- skyldunni. Alls staðar er einlægni í fyr- irrúmi og henni ekkert pakkað neitt sér- staklega ljóðrænt inn, nema á stöku stað. Ljóðin virka stundum eins og þerapía eða útrás, til að afbera að finnast maður ekki tilheyra neins staðar, að þora ekki að segja pabba sannleikann og þurfa að þegja yfir skuggalegu leyndarmáli bróð- ur síns. Þau vekja hugrenningatengsl við liðna tíð, gamlar ljósmyndir og útsaum- aða púða, heyskap og ráðskonur á flótta undan fjölþreifnum húsbændum. Ang- istin eykst eftir því sem líður á, ljóst er að ástarsambandi við konu er lokið og dapurlegt ljóð endar í gálgahúmor: „þrjátíu og tveggja og / var að missa / mannréttindin“ (92). Í gullfallegum ástarljóðum er mynd- mál sólarinnar notað til að lýsa eldheit- um tilfinningum, „kreista sólina / svo gulir taumar / rynnu um þig alla“ (48), sólin sáldrar freknum (51), sólgyðjan grípur í hár og rótar í því með gylltum prikum og sólgulur bolti skoppar niður úr himninum (sbr. 90). Þrjú sms-ljóð gerðu mikla lukku þegar bókin kom út, þetta var fyrir daga íslensks lyklaborðs í farsíma og hugsanlega í fyrsta sinn sem slíkur texti birtist á prenti. Eitt ljóð sýnir nýja hlið á skáldinu, það er án titils og margræðara en mörg hinna. ég er skrýmslavörður svört og hvöss ólmast þau á hvítu tjaldi hugans vilja bíta mig ég er skrýmslaveiðimaður sit fyrir þeim hvenær sem tækifæri gefst ég er skrýmslavinur gef þeim rúsínur úr berum lófa og sleppi lausum til að éta mig aftur (93) Í Guðlausum mönnum er náttúran bak- grunnur fyrir söguna, tengist bernsku- minningum og hugarástandi hverju sinni. Þessi þráður er kyrfilega tekinn upp í næstu bók sem kom út tveimur árum síðar, Í fjarveru trjáa, vegaljóð (2008). Þar er náttúran enn í aðalhlut- verki og titillinn tengist auðn og víðerni sem skapa heillandi sérstöðu íslensks landslags. Í bókinni er ort um staði og stundir á hringveginum, landið sem kannski fer undir vatn, táraþúfur og sjó- blautt myrkur og um íslenska náttúru áður en túristarnir komu; meðan bara einn og einn pissaði í grasið og henti plastflöskum úr bílnum (112). Ferðalög og staðir skapa heildarmynd og tengja ljóðin saman, líkt og í Guðlausum mönnum. Kunnuglegar senur, eins og að japla á sótsvörtum og hálfhráum grill- sneiðum í útilegu og hlusta ekkert á leiðbeiningar bóndans í Úthlíð um notkun heita pottsins lýsa umgjörð ferðalagsins, síðan fléttast saman ljóð um minningar, ást og dauða sem skapa nostalgíska stemningu. Myndmálið er í sama stíl og áður, látlaust, tært og ein- falt, efnistökin íronísk; „Skaufasel / því miður komið í eyði“ (161); og oft með sárum undirtóni. Þingvellir hafa annan róm hjá Ing- unni; það er hvorki helgislepja né þjóð- remba í skáldskap hennar um þann merka stað, þvert á móti er hann aftign- aður á íronískan hátt og dökkur útlend- ingur með í för:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.