Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 94
Á r n i B e r g m a n n 94 TMM 2016 · 1 og kalla öll slík herbergi offís upp á amrísku. Meira að segja söluskálar með grænmeti sem áður hétu bara „ovoshi“ – grænmeti, heita nú grínkhás (greenhouse). Hingað kom prófessor í rússnesku fyrir nokkru sem sagði: Áður áttum við fjörtíu orð til lýsa því hve konur eru yndislegar. Nú er bara eitt eftir hjá unga fólkinu: hún er sexappílnaja. Þarna er líka komið skýrt dæmi um eitt af dapurlegum einkennum nútímans: fjölbreytilegur orða- forði hopar fyrir einu slánguryrði: otsjarovatelnaja, obajatelnaja, krasívaja, töfrandi, heillandi, falleg verður bara sexappílnaja, sexý. Ástarsamband og athvarf Það er gaman að reyna að svamla inn í aðra þjóðarsál og láta fleyta sér á sundinu orð sem eru lifandi partur af sögu þjóðar og einstaklinga – maður öðlast ný heimkynni, fær nýjan lykil að heiminum. Það skapast ástarsam- band milli gestsins og málsins nýja. Honum finnst ekki bara gaman að nýjum orðum sem hann skilur heldur að öllu því sem er á bak við orðin. Svo er annað sem er skemmtilegt: í nýju landi hittir þú fólk sem hefur fengið ást á þínu eigin tungumáli. Finnur þar athvarf og huggun. Slíkt fólk hefur lengi verið til í Rússlandi. Snemma á 19. öld var rússneskur prestur sendur til Kaupmannahafnar sem sendiráðsprestur og hét Stefan Sabínin. Hann tók upp á því að læra íslensku hjá Rasmusi Kristjáni Rask og gaf út íslenska málfræði í Pétursborg árið 1849 og skrifaði mjög fallegan og róman- tískan formála fyrir bókinni. Sabínin, sem var feikna öflugur málamaður, er afskaplega hrifinn af okkar tungu, ekki síst dugnaði Íslendinga, Fjölnis- manna og fleiri, við að búa til íslensk orð yfir alla skapaða hluti. Íslenskan verður svo gagnsæ og skynsamleg sagði hann. Ef við segjum fízika eða khímija þá skilur rússneskur alþýðumaður það alls ekki – en Íslendingar geta prísað sig sæla: þeir kalla þetta eðlisfræði og efnafræði og allt er ljóst og skýrt. Vinur minn, Reshetov sendiherra Rússa, sagði að það væri heldur en ekki munur á því að eiga gagnsætt íslenskt orð yfir t.d. fjarvistarsönnun en burðast ekki með alþjóðaorðið alibi sem ólærðir sjá ekki í gegnum. Fleiri hafa lofað okkur fyrir hugvitssemi við að smíða eigin orð: nú síðast margir fyrir snilldarorðið tölva. Rússar reyndu að búa til eigið orð um þennan helgigrip nútímans en gáfust upp og sitja uppi með komjúpter. Á sovéttímanum komu fram menntamenn eins og Steblín-Kamenski prófessor í norrænum fræðum í Leningrad, sem lagði sig fram um að kenna íslensku og þýða og útskýra bókmenntir okkar að fornu og nýju. Steblín var einn þeirra ágætu manna sem hreifst mjög af íslenskri tungu og af skáldskapnum sérstaklega með öllum hans kenningum og stuðlasetningu – honum fannst að allt þetta, sem og fornar sögur Íslendinga, væru afrek sem ekki ættu sinn líka í heiminum. Og hann var ekki bara að gera mikið úr því fræðasviði sem hann starfaði á eins og fræðimenn oft gera. Hann leit svo á að sú rækt sem Íslendingar lögðu við mál sitt og menningu væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.