Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 69
J a x l TMM 2016 · 1 69 af köldum og súrum reykingarsvita, aðgerðarleysi og stressi. Þetta er fallegur maður, rétt tæplega fertugur, kurteis eins og þeir eru flestir. „Má ég svo sækja hana bara um fjögurleytið?“ „Já, eða fyrr ef þú vilt. Hún er samt með pláss alveg til fimm. Þú hefur þetta bara eins og þú vilt.“ „Ég held ég komi bara um fjögur.“ Svo kveður pabbinn stelpuna sína innilega. Þrýstir henni að sér áður en hann hverfur aftur út í myrkrið og hún trítlar inn í birtuna á leikskólanum. Meðan Unnur fylgist með barninu príla upp í stólinn sinn heyrir hún klingjandi smelli þegar samstarfskona hennar hellir Cheeriosi í skál. Unni finnst eins og Cheerios-hringjunum hafi verið hellt ofan í buxnavasann sinn því hana kitlar innan á náranum. Skrítið. En hún reynir að hugsa ekki um það frekar. *** Tíminn líður hraðar þegar börnin geta farið út, sérstaklega eftir hádegis- lúrinn. Annars eiga síðdegin það til að dragast á langinn út í það óendan lega, einkum þegar börnunum tekur að fækka á deildinni og húmar að. Það er best að geta gleymt sér við eitthvað, þurfa ekki að vera bundin við að telja niður mínúturnar til klukkan fimm. Það er líka svo gott þegar börnin eru komin í fötin þegar þau eru sótt, þá geta foreldrarnir farið með þau beint út í bílana og burt og hún losnar við samræður sem eiga það til að vera vandræðalegar. Best er að geta brosað og vinkað en sagt sem minnst. Nú eru þau úti og hún fylgist með þeim koma saman og tvístrast á víxl, eins og hjörð af marglitum lömbum. Hún er stöðugt að skima yfir án þess beinlínis að festa auga á neinu en svo þarf ekki nema eina óvænta handahreyfingu, skóflu á lofti, ótímabært fall og þá beinist athyglin umsvifalaust þangað – augnablikshik – til að sjá hvort gráturinn bresti á og svo er ýmist kallað eða hlaupið af stað. Vangi strokinn, þerruð tár, huggunarorð eða léttar ákúrur, svona gengur þetta. Nú er farið að grisjast úr hópnum og mest langar Unni til að halda þeim úti þangað til þau verða sótt en það er tekið að skyggja og kólna; kinnar barnanna orðnar rauðar í frostinu og horið á efri vörunum fer harðnandi. Hún kallar á börnin og smalar þeim inn, þau eru ekki nema fjögur eftir á deildinni hennar og klukkan gengin kortér í fimm. Síðustu fjörutíu og fimm mínúturnar eiga eftir að líða. Þá er gott að eiga Petru að. Henni semur best við hana af samstarfsfólkinu. Þær náðu einhvern veginn strax saman, þótt Petra tali litla íslensku, kannski var það þess vegna sem þeim samdi svona vel, hún slapp að minnsta kosti við barnalandsblaðrið sem hún gat látið fara óendanlega í taugarnar á sér. Það var samt ekki bara það, þær þurftu ekki nema augnagotur, kink eða bros til að skynja það sem hin var að hugsa. Þær höfðu nefnilega sams konar húmor, ögn svartan en ekki grimman. Það vildi Unnur að minnsta kosti meina. Einn daginn þegar þær sátu á síðdegisvaktinni og voru bara tvær eftir með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.