Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 48
48 TMM 2016 · 1 Arthur Rimbaud Ölvaði báturinn Þýðing Heimir Pálsson Jean Nicolas Arthur Rimbaud fæddist 20. október 1854 í sveitaþorpinu Charleville nálægt landamærum Frakklands og Belgíu og dó 10. nóvember 1891 í Marseille. Hann gaf út eina bók, Árstíð í helvíti, tæplega tvítugur, og orti fátt eftir það. Engu að síður er hann gjarna nefndur við hlið Charles Baudelaire sem forgöngumaður í franska sým- bólismanum og módernismanum. Þegar sveitadrengurinn Rimbaud, þá 17 vetra, skundaði á fund Parnasse-skálda í París 1871 var hann með í farteski sínu ljóð sem hann var sannfærður um að mundi opna honum allar dyr. Það var 25 erinda bálkurinn „Le Bateau Ivre“ eða „Ölvaði bátur- inn“ eins og hann heitir hér í nýrri þýðingu. Ljóðið er ort undir klassískum frönskum alexandrínuhætti, rímið á forminu ABAB og föst 12 atkvæði í línu. Yfirleitt er merk- ingarheild í hverri línu en nokkrar undantekningar eru frá því í Ölvaða bátnum (t.d. í 22. og 23. vísu) og er þá talað um „enjambement“ á frönsku. Slík stílbrögð myndu seint útskýra sérstöðu þessa ljóðs í evrópskri menningarsögu. Skýringa er væntanlega fremur að leita í sterku og framandi myndmáli og þeirri skýlausu kröfu sem hér kemur fram um að ljóðlistin hafi hlutverk. Án þess er túrinn á bátnum einskis virði. Það skal því engan undra að Rimbaud hafi mætt nokkru fálæti meðal Parnasse-skálda sem byggðu skáldskap sinn á yfirlýsingu Théophile Gautier: „Listin fyrir listina“. Þetta ljóð er eitt það síðasta sem Rimbaud yrkir bundið. Nánast allt sem hann á eftir að yrkja þau þrjú ár sem hann fæst við slíkt eru fríljóð. Áhugasömum skal bent á ágæta þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar á „Árstíð í helvíti“ (2008). Gaman er að velta fyrir sér stökkinu frá þessu „klassíska“ ljóði yfir í glímuna sem á eftir að fara fram í „Árs- tíðinni“. Klassískar Alexandrínur verða ekki kveðnar með nokkrum sóma á íslensku og í þessari þýðingu er ekki gerð atrenna að þeim, hvað þá endaríminu, heldur búinn til staðgengill úr órímuðum fimmliðuhætti, en ljóðstafir með reglubundinni hrynjandi látnir marka einkenni hefðarinnar. Með því er vitanlega litið svo á að sérkennilegt myndmál kvæðisins sé það sem mestu varðar. Hér fylgja ekki skýringar á einstökum orðum en margar vísanir má hér finna í Jules Verne, Victor Hugo og arfsagnir biblíunnar svo eitthvað sé nefnt. Rétt er að skýra stutt- lega orðið „fangaskip“ sem á sér enga hliðstæðu í íslensku myndmáli. Hér er vísað í maíbyltinguna 1871. Um þessar mundir fengu gömul herskip stundum hlutverk sér- deilis óvistlegra fangelsa þar sem auðvelt var að gæta útgönguleiða. Vitað er að þessi leið var farin með marga uppreisnarmenn frönsku kommúnunnar. Áður hefur Jón Óskar þýtt kvæðið. Þessi tilraun til íslenskunar er gerð á síðustu mánuðum ársins 2015 eftir frumvinnu Bergs Heimissonar og með sérstökum þökkum til Böðvars skálds Guðmundssonar. H. P.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.