Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 77
J a x l TMM 2016 · 1 77 hvers vegna þau þurfa að vera svona áhugalaus á svipinn þegar hún þekkir alla eftirvæntinguna og spennuna sem býr innra með þeim. Henni finnst hún vera ósýnileg fyrir þeim. Reynir að sjá sjálfa sig með augum unglings og getur ekki áttað sig á því hvort þeir sjái hana sem eina af þeim eða einhverja konu, kerlingu. Í hverju er hún? Gráum joggingbuxum, adidas-töfflum, hvítum sokkum og dúnúlpu. Er þetta manneskjan sem ég er orðin? spyr hún sjálfa sig. Lofar að dressa sig upp. Hafa sig betur til. Fara í klippingu. Og ljós. Hún lítur á krakkana og reynir að átta sig á því hvort þeir hafi farið í ljós. Hún er orðin 27 ára. Mjög margir hafa dáið á þeim aldri eftir að hafa afrekað mjög mikið. Henni finnst eins og hún eigi eftir að lifa lengi. Mjög lengi. Til- hugsunin fyllir hana ekki gleði. Og þegar það rennur upp fyrir henni verður hún döpur. Leið á sjálfri sér. Leið yfir sjálfri sér. Leið. Það glaðnar ósjálfrátt yfir öllum þegar vagninn birtist, kannski er það bara liturinn. Gulur eins og sólin. Hún sest fremst. Bílstjórinn er með kveikt á útvarpinu, í því er óður maður, hann setur mál sitt fram eins og bandarískur sjónvarpspredikari, talar um leiðir til glötunar, um refsingar og óráðsíu, bönn og straff, siðleysi og siðrof. Þó að sannfæringuna vanti ekki í röddina á Unnur erfitt með að átta sig á því hvort hann tali með eða móti ríkisstjórn- inni, kvótakerfinu eða hvað það nú er sem æsti hann svona. Hún er farin að óttast að maðurinn í útvarpinu muni aldrei þagna þegar hann segist ætla að hleypa að hlustendum. Sá fyrsti sem hringir er lágmæltur gamall maður. Hann kynnir sig og fer svo að segja á sér frekari deili. Þetta er ekkjumaður, honum gengur illa að koma sér að efninu: „Ég minnist þess þegar ég sá Landspítalann þegar ég kom til Reykjavíkur, þá hafði ég aldrei séð jafnstórt steinhús. Við verðum að muna…“ „Má ég biðja þig að stytta mál þitt.“ „Landsspítalinn var fjögur ár í byggingu en íslenskar alþýðukonur höfðu safnað peningum til húsbyggingarinnar um áratugaskeið…“ „Ef þú hefur ekkert sérstakt málefni sem þú vilt ræða þá verð ég að hleypa næsta hlustanda í loftið.“ „Hér eru kynslóðir sem trúðu á hugsjónina um velferðarsamfélag, þetta var fólk sem fórnaði öllu sínu til að byggja upp vegi og brýr, síma og sjúkra- hús. Og banka. Við byggðum upp bankana líka og nú á allra síðustu árum höfum við horft á eftir þessum eignum í hendurnar á fáum útvöldum. Þetta velferðarsamfélag er ekki verk einstaklinga. Þetta reis af samtakamætti, af samvinnuhugsjón.“ „Það hafa nú engar sjúkrastofnanir verið einkavæddar svo ég viti.“ „Já, en það sem ég vildi sagt hafa …“ „Takk fyrir næsti hlustandi.“ Næsti hlustandi er æstur, jafnvel æstari en stjórnandinn. Hann talar óslitið, orðin buna út úr honum, rómurinn hás, tónninn samfelldur eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.