Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 122
Á d r e pa 122 TMM 2016 · 1 og yfirbygging, hin æðri stærðfræði, þá er voðinn vís og stólarnir valtir. Reikni- meistararnir geta að vísu fundið sér eitt- hvað annað að reikna, nóg er af því, og síst þurfa spunadoktorarnir að óttast atvinnuleysi, því alls kyns garn er jafnan á boðstólum, en hagspekingarnir standa uppi allsberir í nepjunni, eins og keisar- inn. Og þá fer að harðna í ári fyrir stjórnmálamönnum. En þótt hagspekingarnar hafi jafnan á takteinum hávísindalega skýringu á því hvers vegna síðustu spár þeirra brugðust með öllu, er veruleikinn sífellt að minna á sig, stundum nokkuð óþægi- lega. Heimur hans á í rauninni aðeins að vera skuggi af veröld reikningslistarinn- ar, en svo ber það við að meðan hinn æðsti sannleikur talnanna réttir upp aðra höndina til að hafa orðið nú og ævinlega, gefur skugginn honum langt nef með báðum höndum. Hvernig má það vera? Lítum á verga landsframleiðslu. Reiknimeistararnir koma með hana útreiknaða á þykkum blöðum sem þeir líma fyrir gluggann svo hún blasi við hvers manns augum, en útsýnið sé samt ekki að þvælast fyrir þeim sem í hana rýna. Kannske er hún svo há að þessu sinni að hjarta spuna- doktoranna tekur kipp. En af hverju stafar það? Ef ég hefði nú keypt á liðnu ári fornt hús og ríkmannlegt með fagur- lega útskornum viði, látið friða það til að geta hækkað brunabótamatið og jafnframt trygginguna, fengið strang- heiðarlegan mann til að bera að því eld í skjóli nætur til að eiga ekki í útistöðum við Húsfriðunarnefnd, byrlað svo strangheiðarlega manninum rottueitur í pylsu með öllu, rétt svona til viðvörun- ar, svo hann hefði orðið að hlaupa á bráðamóttöku og liggja góða stund á spítala þar sem hann útvegaði fáeinum læknum og hjúkrunarkonum nætur- vinnu, byggt svo á rústunum nokkur þúsund fermetra Kaliforníuvillu með útisundlaug, innisundlaug, einkabíó í stórum og sérstaklega innréttuðum sal, vopnabúr, eldisstöð fyrir Rottweiler- hunda, fullbúna skurðstofu og þyrlupall á þakinu, fyrir utan forgyllt salarkynni fyrir mig og mína, allt þetta fyrir trygg- ingarféð og svo aura sem komið hefðu úr Þjóðarbankanum – sem ég á – með heilsubótardvöl í Tortóla í millitíðinni. Ef þetta hefði komist í blöðin hefði ég líka þurft að borga fimm stjörnulög- fræðingum fyrir að höfða meiðyrðamál fyrir mig en fengið allt það fé ríflega til baka, ásamt sektarfénu að sjálfsögðu, með Hæstaréttardómi. Meðan þetta allt hefði staðið yfir hefði ég hámað í mig allar Napóleonskökur sem bakaðar hefðu verið í landinu, á kostnað Við- skiptaráðuneytisins og með Fálkaorð- una í barminum, en aðrir horft á með löngunarsvip. En með því að vinna svo rösklega að mínum eigin prívat og pers- ónulegu hagsmunum hefði ég líka unnið öllum almenningi til heilla, svo hægt hefði verið að setja mitt dæmi í kennslu- bækur í hagfræði, því ég hefði lagt minn skerf til að hækka verga landsfram- leiðslu. Og forsætisráðherra hefði getað tilkynnt þennan góða árangur, þessa miklu hækkun, í sjónvarpinu á gamlárs- kvöld, rétt á undan skaupinu, með and- litið ljómandi eins og fullt tungl yfir Móskarðshnjúkum á desemberhimni. En því gefur veruleikinn þessum talnasannleika langt nef að honum er líka hægt að lýsa með orðum, og þeim hættir til að segja sitthvað annað en töl- urnar, lýsa tilverunni á ólíkan og reynd- ar flóknari hátt. Þau kafa dýpra, þau geta túlkað það sem er margrætt og hefur fleiri fleti en einn, og vegið og metið það sem þau lýsa. Eitt ófullkomið dæmi um það er kannske klausan hér að ofan um framkvæmdamanninn og húsið, því þar er nokkur munur á hvort
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.