Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 28
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
28 TMM 2016 · 1
Bónusstelpan hefur krafist þess að þú skrifaðir sögu hennar og sannar lega
gefið frá sér merki um það! Og nú hefurðu skrifað nýja bók.
Já, ég var að ljúka við skáldsögu sem heitir Vinkonur og kemur út hjá
Forlaginu núna í maí.
***
Ertu hugrökk?
Ég get ekki svarað því, ég vildi að minnsta kosti að ég væri það – kannski
stundum.
Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, staður, borg?
Ég myndi helst vilja búa á nokkrum stöðum, bæði í sveit og í borg og
skipta tímanum heima og erlendis.
Hvað bjóstu lengi úti?
Rétt rúman áratug.
Það hefur breytt heilmiklu.
Allir Íslendingar hefðu gott af því að búa erlendis um tíma, það myndi
auka umburðarlyndið og stuðla að fjölbreytni í samfélaginu. Sem betur fer
ferðast fólk sífellt meira og tengsl eru alþjóðlegri en þau voru. Mín búseta í
útlöndum fékk mig líka til þess að læra betur að meta það sem við eigum hér:
öryggið, nándina og samstöðuna – þrátt fyrir allan barlóminn.
Ertu kvöldsvæf, næturhrafn?
Kvöldsvæf. Samt minna með aldrinum. Maður græðir á því að geta ekki
sofið. Vaknar fyrr, fær aukinn tíma til að lesa – eldsnemma á morgnana,
seint á kvöldin – og eða ef maður vaknar um miðja nótt.
Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn?
Já, en mætti framkvæma meira.
Hver er uppáhaldsmálsverðurinn þinn?
Allt sem er ferskt og gott, já, allt sem er ferskt.
Hlustarðu á tónlist þegar þú skrifar?
Nei, það get ég alls ekki, þegar ég hlusta á tónlist get ég ekki hugsað um
eitthvað annað á meðan.
Áttu þér uppáhaldssögupersónu?
Ekki beinlínis. En margar sögupersónur eru eftirminnilegar, persónur úr
bókum Halldórs Laxness auðvitað, ætli Salka Valka hafi ekki verið fyrsta