Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 55
„ A l l t s e m þ ú g e r i r b r e y t i s t í r e y n s l u “ TMM 2016 · 1 55 Halldór Laxness kallaði sínar ‚essay rómana‘, og viti menn, næst í eftirmála Indjánans segir: Ég yrði miður mín ef þessari bók og þeim sem á eftir fylgja yrði tekið sem ævisögum. Ég mun gera athugasemd við það ef eitthvað bókasafn flokkar bókina sem endur- minningar eða ævisögu. Af hverju? Vegna þess að endurminning er skáldskapur. Öll minning er skáldskapur. Heili okkar er mesti blekkingameistari alheimsins. Tveir menn geta haft mismunandi minningu frá sama atviki. (I, 221) Það má gleðja höfundinn með því að á Landsbókasafninu eru öll þrjú bindin flokkuð með skáldsögum undir flokkunartölunni 813. En bíðum nú aðeins hæg, því það er langt því frá að afstaða höfundarins til verkanna sé á einn veg, innan verks eða utan, og þótt eftirmálar og undirtitlar séu góðra gjalda verðir þá er margt annað sem ræður leshætti verkanna. Í ‚paratextanum‘ (þ.e. öllu sem hangir við bókina án þess að vera beinlínis hluti af textanum sjálfum: viðtöl, umfjöllun, káputexti o.s.frv.) er nokkuð eindregið gefið til kynna að þetta sé sjálfsævisögulegt verk, þrátt fyrir fyrirvara. Í viðtölum um verkin, sem eru fjölmörg, er áherslan fyrst og fremst á að þetta séu sögur úr uppvexti Jóns, hans minningar, hans reynsla.9 Þetta eru sögur af fjölskyldu hans, skólagöngu, vinum og ekki síst af hans líðan og sjálfsmynd. Það er því óhjákvæmilegt að viðbrögðin ráðist nokkuð af því og að verkið sé lesið sem sjálfsævisögulegt, sem ‚reynslusaga‘, frekar en skáldsaga. Það kann að hljóma einkennilega að fólk mótmæli því sem stendur í bókmenntatextum, en þegar umfjöllunarefnið er einhvers konar ofbeldi, ill meðferð og þess háttar – í raun sögur af glæpsamlegu athæfi – þá flækjast gjarnan málin. Því verri sem ‚reynslan‘ er, því berskjaldaðri er höfundurinn fyrir ásökunum um rang- færslur og ónákvæmni. Í verkunum er líka lögð nokkuð eindregin áhersla á það hvernig reynslan hafi mótað sögumann og skýri hans pólitísku afstöðu og lífssýn. Reynslan er sögumanni mikilvæg, mótandi og alltumlykjandi. Mikið er lagt upp úr því með öllum sögunum sem sagðar eru, að þessi reynslubanki sé lykillinn að manneskjunni, persónunni sem skrifar. Því gæti mögulega orðið góða, „reynslusaga“ leyst okkur úr mótsögnunum og flæktri snöru flokkana í bókmenntagreinar sem verkin, höfundurinn og paratextinn hafa hnýtt. Utangarðsbarnið Bækurnar byggjast fyrst og fremst upp á fjölmörgum stuttum anekdótum, meira og minna í tímaröð frá barnæsku til unglingsára, en tónninn í frásögninni, tungutakið og andrúmsloftið sem er skapað er kunnuglegt úr öðrum verkum Jóns eins og Fóstbræðrum og Vakta-þáttunum.10 Í upp- hafi Indjánans segir frá fæðingu sögumanns: „Tilkoma mín var algjört reiðarslag fyrir fjölskyldu mína“ (I, 9). Hér gæti persóna Jóns úr síðarnefndu þáttunum, Georg Bjarnfreðarson, verið að tala, en tal hans einkenndist oft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.