Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 105
L e i k u r a ð l a u f u m TMM 2016 · 1 105 þær í fyrstu bókunum þremur. Í viðtalinu frá 2008 við Þröst Helgason hæðist Thor sem löngum fyrr að sænskum menntafrömuðum sem höfnuðu á sinni tíð ímyndunaraflinu við gerð skáldsagna, sem úreltu og aldeilis ósönnuðu; hreint út sagt ófaglegu verkfæri á vísindaöld. Slíkan rétttrúnað mat Thor lítils alla sína höfundartíð. Hann byggði upp sinn innri mann með skáldsögunum þremur á sjöunda og áttunda áratugnum. Og svo enn frekar með minningabókum í framhaldi af því. Hann gerðist rithöfundur á hefðbundnari vísu, með nútímalegu inn- leggi, fyrst með Foldu (1972) og öðrum léttúðugri skáldritum (Fuglaskottís 1975). Síðar með fjölradda skáldsögu, Grámosinn glóir (1986), sem byggð er um mörg málsnið. Og loks 1998 með skáldsögu, Morgunþula í stráum, efnið úr Sturlungu, þar á meðal fyrirferðarmikil umfjöllun um Rómargöngu Sturlu Sighvatssonar. Vert er að minnast þess, í framhaldi af spurningunni um meinta kaþólsku umrædds höfundar, að tungumál eiga sér ekki guðlegan uppruna heldur mennskan, að nútímaskilningi. Og hvað sem sagt verði um hið íslenska tungumál, eftir áliti samlanda. Menning er heldur ekki pílagrímsganga, né náttúra, en getur stuðlað að þrifnaði manna, enda er henni ætlað að gera það, hvaða heiti sem henni hæfir. Öll menning kemur af sjálfsleit einstakra manna og hefur alltaf gert; en þarf vel að merkja ekki að vera vel heppnuð sjálfsleit, ef með því er átt við að sú leit eigi að afhjúpa sannleika. Menning hefst á leiðangri inn í draumaheim eins manns. Þess manns sem leitar. Tungumál hans þróast í sömu átt – til að draga upp skiljanlega mynd af óra- kenndum upplifunum sjálfsleitanda sem orðið hefur að setja sig í afkáralegar stellingar meðan á leit hans stendur. Stellingin er afkáraleg vegna þess að mannskepnunni er ekki ásköpuð sjálfsleit, ekki frekar en öðrum skepnum. Hún hlýtur því að stilla sér upp í menningarlegu samhengi; alltént utan við sjálfa sig, samkvæmt ímyndun sinni, til að öðlast sjónarhorn á það sem í sjálfri henni býr. Afleiðingin er ímynduð vegferð um ókannaðar slóðir. Og það er heldur slitrótt vegferð eins og gildir um sögur Thors. Við slíka þróun tungumála og sjálfsleitenda er menning kennd – hinir aðskiljanlegu siðir kristinna, múslima, hindúa o.s.frv. Það er af þessum sökum alltaf jafn réttmætt að efast frammi fyrir vönd- uðum málatilbúnaði sem hitt, að sannfærast fyrir skynsemisrök. Efinn á alltaf sitt lögheimili með hverjum og einum. Núorðið er hann sjálfsögð mannréttindi. Slíkt frjálsræði setur svip á orðspor allra leitenda á síðustu tímum. Einkum heimspekinga; að fengnu lýðræðislegu frelsi einstaklings- ins. Heimspeki fáránleikans hlýtur af sömu ástæðu að gegnsýra allt frjálst mannlíf, ef sanngjarnt á að teljast. Tilvistarspeki í boði Albert Camus, sem einnig er álitinn hafa verið hallur undir kaþólskan sið síðustu æviár sín. Og Thor sagði stundum að sér hugnaðist betur en Sartre. Nokkur orð um formið í framhaldi af undangengnu tali um innbyggða óvissu. Um og uppúr miðri 20. öldinni tókst hver höfundurinn af öðrum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.