Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 92
Á r n i B e r g m a n n 92 TMM 2016 · 1 fyrir á ensku í því landi, nema þá aðeins þar sem verið er að þjóna túristum. Ítalir eru 40–50 miljónir og það var alveg nóg til þess að þeim fyndist þeir ekki þurfa að kunna ensku. Og ég rifjaði upp í snatri sitthvað í ítölsku til að geta lesið blöðin og til að spyrja menn út úr fyrir Þjóðviljann um evrópu- kommúnisma og borgarskæruliða og pólitísk áhrif kirkjunnar – og latínan var með á því ferðalagi öllu. Menn geta notað allt til furðu margra hluta. Það er til dæmis gaman að vera kirkjugarðsfær á latínu. Ég á við þetta: það eru svo margar gamlar og merkar grafskriftir í kirkjugörðum og dómkirkjum á latínu. Einn íslenskan vin minn í París sá ég sitja í vagni í neðanjarðarlestinni og lesa latínubók. Ég er vanur því að hafa með mér latínu í lestina sagði hann. Það geri ég til að mótmæla samtímanum. Svo langt hefi ég aldrei gengið í mínum máladellum. Að hrifsa til sín stjörnurnar Orðaskemmtun af þessu tagi fylgdi mér svo til Rússlands. Þangað fór ég beint úr menntaskóla og þurfti að dýfa mér ofan í allt öðruvísi málheim – þar sem til dæmis sagnir breyttust ekki mest eftir því hvort þær lýstu þátíð, nútíð eða framtíð heldur eftir því hvort verknaðurinn eða ástandið var ítrekað, vanabundið, kannski langvinnt ferli – eða afmarkað, búið og gert. Og maður lítur í kringum sig og reynir að ná áttum og eignast ný heimkynni í rúss- neskri tungu. Maður hugsar til dæmis: við Íslendingar eigum spaugilega myndrænt orðasamband um heimskan og takmarkaðan mann: „Hann stígur ekki í vitið“. Mannvitið flækist ekki fyrir löppunum á honum. Þetta er dálítið launfyndið. Það er allt annar keimur af því sem Rússar segja. Þeir segja: „On zvjozd s neba ne khvatajet“. Hann hrifsar ekki til sín stjörnur af himni ofan. Ég lenti bókmenntamegin í rússneskunáminu – en það þýddi m.a. að ég fékk sérstakan áhuga á því hvernig orðaforði rússneskunnar þróaðist í sögunnar rás. Hvernig Rússar leystu þann eilífðarvanda sem Íslendingar þekkja svo vel: að koma orðum að nýjum hlutum og fyrirbærum sem nauðsynlegt er að ná tökum á. Nú hafa ýmsir siðir skipst á hjá Rússum í þessum efnum. Þeir hafa lengst af verið mjög opnir fyrir tökuorðum: orðin koma inn í mál þeirra utanfrá með fyrirbærunum. Til dæmis er í elstu bókmenntum Rússa strax töluvert af orðum sem ættuð eru úr norrænu – orð sem tengjast valdi og vopnaburði, því hluti yfirstéttarinnar voru norrænir væringjar eða víkingar. Sverð er métsj á rússnesku sem er sama orðið og okkar mækir (sem er fyrnt orð yfir sverð). Knjas er orð sem haft er um höfðingja eða smákónga – en það er tökuorð frá norrænu og gotnesku svæði, kuningas (konungur, kuningas, verður knjansj og síðar knjas). Einna skemmtilegast af þessum tökuorðum er jabeda sem er norrænt orð að uppruna – embætti. Embætti verður jabeda en merking þess er ekki embætti eins og var í fyrstu í rússnesku heldur rógberi – með öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.