Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2016 · 1 já gott fólk þetta heitir líka skilnaður hjá okkur kynvillingunum þið verðið bara að kyngja því (229) Nýjasta ljóðabók Ingunnar, Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggju sögur (2011) inniheldur 58 ljóð sem eru mis- jöfn að gæðum. Bókin er ekki eins heil- steypt að byggingu eins og fyrri bækur en er þó haldið uppi aðallega af tveimur kunnuglegum þráðum, ást(leysi) og dalalífi. Hér er ekki lengur ort af við- kvæmni eða söknuði, heldur horft á ást- ina með beiskju. Hún er garnahreins- andi, sýrumyndandi, heilsuspillandi, niðurlægjandi, eyðileggjandi og niður- rífandi (242). Breyting hefur átt sér stað, viðkvæmnin er horfin og skáldið hefur harðnað í afstöðu sinni: „hættu að hringja / ég er ekki þessi margnota / til- finningaþurrka / sem ég hef leikið undan farið“ (247). Þráin kraumar víða, hún er orðuð á beinskeyttari hátt en áður og stappar nærri örvæntingu, t.d. í ljóðinu „oh-h“, þar sem ljóðmælandi ótt- ast viðbrögðin „ef ég yrði snert / af áhugasömum aðila / kastaði mér ýlfrandi af girnd / á viðkomandi / brysti í grát / brotnaði í þúsund mola“ (266). Sjónarhornið hefur færst frá náttúru og landslagi til fólksins, til ömmu og frænda, inn í sveitabæinn og fjárhúsið. Slegið er á létta strengi, flæðandi frá- sögn er í öndvegi, sími og sms, talmál og slangur eru áberandi, kannski ekkert sérlega frumlegt eða skapandi en ein- hvern veginn viðbúið og eðlilegt í ljóða- veröld Ingunnar. Mörg ljóðanna eru beinar myndir en í nokkrum þeirra bregður fyrir listilegum stílbrögðum, t.d. í upphafsljóðinu, „gægjumyrkur“, þar sem stjörnur myndhverfast í milljón hús (237), „(og bein)“ þar sem sársauk- inn hefur leikið lík ansi grátt (251) og „sumarferð“ þar sem sveitarómantíkin er hastarlega dregin niður á annað plan: sveitin er rauður borði á gulu skilti þegar þéttbýlinu sleppir uppgefnir vegir sólsleiktar klappir vaggandi blær bíll á hvolfi í blóðugri á rignir tárum úr sólinni (279) Í bókinni er tæpt á togstreitu milli sveit- ar og borgar sem birtist m.a. í andstæð- um eins og „gróskumiklum garði / í grænni höfuðborg“ og harðindum „hinum megin á landinu“ (293), í reiði- lestri yfir túristum sem kúka í bakgarð- inum og kaldhæðni um lélegt netsam- band á landsbyggðinni, skruðninga í útvarpinu og soðin bjúgu (294). Áfram er látleysið alltumlykjandi og ljóðin laus við alla tilgerð. Hins vegar saknar maður meiri ögrunar og háska, að skáldskapur- inn ýti meira við manni. Hefur lárviðar- skáldinu brugðist bogalistin? Nei, skáldskapur Ingunnar stendur fyrir sínu. Styrkur hennar felst í þeim sjálfsævisögulegu þráðum sem hún vefur í ljóð sín, léttri íroníu og samsöm- un við breyskt, mannlegt eðli. Helstu þemun eru ást og land og ferðalög, sveitalíf og ský himinsins, og grái litur- inn sem speglar hugarástand og dregur fram sérkenni íslenskrar náttúru; þenn- an kindakæfulega lit sem er hér á öllu og öllum. Í nýjustu ljóðabókinni má greina örlitla stefnubreytingu, ástin er ekki eins áleitið yrkisefni, hugurinn stefnir hugsanlega í fleiri áttir. Í ljóða- safni Ingunnar er að finna áður óprent- að „Þjóðhátíðarljóð“ sem Ingunn samdi sérstaklega fyrir hátíðarhöldin 17. júní 2013. Þar er landinu líkt á gamalkunnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.