Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 95
Tu n g u m á l a æ v i n t ý r i
TMM 2016 · 1 95
öðrum til fyrirmyndar – líka Rússum. Ég sagði eitt sinn við nemanda hans
og aðstoðarkonu, Olgu Smirnitskuju, að Steblín og lærisveinar hans gengju
kannski full langt í að fegra Ísland og íslenskt menningarlíf í huga sér. Það
getur verið, sagði hún. En við lyftum Íslandi í huga okkar vegna þess að
við upplifðum mjög sterkt tilfinningalega raunverulega þætti úr íslenskri
fortíð, sem Íslendingum sjálfum þóttu kannski ekki mikilsverðir lengur.
Og það sem knúði Steblín-Kamenski áfram, sagði hún líka – var ekki fræði-
mennskan sjálf heldur ást á Íslandi og íslenskri tungu – og þessi ást verndaði
hann fyrir grimmd tuttugustu aldar. Það er segja: íslensk tunga og íslenskur
skáldskapur gátu orðið rússneskum manni að athvarfi og skjóli í grimmd
stríðs og stalínisma. Það sannaðist líka á manni sem hét Sergej Petrov og
var pólitískur fangi og í útlegð í Síbiríu frá 1938 og til 1954. Hann lærði
íslensku – og hann þýddi forníslenskan kveðskap með kenningum, innrími
og stuðlum og höfuðstöfum en það hafði enginn gert áður. Þegar hann var
frjáls maður og kynntist Steblín-Kamenski gat hann sýnt honum frábærar
þýðingar sínar – og Steblín varð að taka aftur það sem hann áður hélt fram:
að skáldakvæðin fornu væru óþýðanleg. En Höfuðlausn Egils byrjar svona í
þýðingu Petrovs:
Príplil ja, poln
raspéva voln
o persi skal
í pésn prígnal.
Sník ljod í snég
dar Tora vlék
vésnoj moj strúg
tsjrez sínij lúg …
Þrengt að smátungum
Þessi tími er liðinn og ég veit að hann kemur ekki til baka. Tungumál hafa
svotil öll hopað á hæli í okkar menntun og áhuga. Við skulum vona að það
sem kom í staðinn sé líka merkilegt. En ég leyfi mér samt að sjá eftir ýmsu
sem einkenndi síðustu öld. Ekki síst þessu: okkur datt ekki í hug að reyna að
bjarga okkur á ensku allstaðar. Ef menn fóru til náms í annað land þá gengu
þeir hiklaust inn í nýjan heim – ekki bara mataræði þeirra sem við bjuggum
með heldur og allan þann minningaforða og tjáningarfjölbreytni sem býr í
hverri tungu. Það er eitthvað ógn dapurlegt við að íslenskir stúdentar sitji
nú á dögum í Moskvu eða Berlín og læri allt á geldri háskólaensku og kunni
kannski ekki meira í máli heimamanna en þarf til að rata um neðanjarðar-
brautina og matseðlana.
Og svo er annað: á minni æskutíð efaðist enginn um að þótt fáir töluðu
íslensku þá gæti hún dugað til allra hluta. Við reynum að standa við það
enn – en öðru hvoru heyrast þó raddir um að svona lítið tungumál eins og