Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 20
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 20 TMM 2016 · 1 trana sér fram, borða heilhveitibrauðið á undan franskbrauðinu, ekki horfa á sjónvarp á daginn og að menning er eitthvað sem skiptir máli. Mamma starfaði við ritstörf og þýðingar, samdi pistla fyrir Lesbók Morgunblaðsins sem voru kallaðir Krækiber, smásögur og ljóð og þýddi bækur og smásögur. Ég ólst upp við það að hún sat heima og skrifaði á ritvél. Mér fannst það eðlilegt og sjálfsagt og það hefur eflaust orðið til þess að mér fannst sá möguleiki að fást við skriftir nærtækari en einhverjum sem ekki ólst upp við það. Varstu/Ertu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt? Var pabbastelpa þegar ég var lítil. Varstu snemma læs? Manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið? Hver var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil? Ég bið þann sem kenndi mér að lesa afsökunar því ég man ekki hvernig það gerðist. Eflaust hefur það verið einhver blanda: að mamma og eldri systur mínar hafi kennt mér. En ég man það ekki sem einhverja uppgötvun, man bara eftir að ég las og las mikið, fór á bókasafnið, í bókabílinn. Þegar við bjuggum í Breiðholtinu fórum við vikulega á Grensássafnið. Á Tjarnar- götunni fórum við í gamla Borgarbókasafnið, ég á dásamlegar minningar frá því fallega safni, sérstaklega hálfhringnum þar sem barnabækurnar voru geymdar. Ég var alltaf í stelpubókum, las ekki strákabækur: Anna í Grænu- hlíð, Enid Blyton bækurnar, Beverly Grey – las þetta allt – og þær íslensku: Öddu-bækurnar og fleiri. Og síðan auðvitað þjóðsögur Jóns Árnasonar, 1001 nótt, Arabískar nætur, og bókina um sjúkdómana sem var til á mörgum heimilum, með skelfilegum myndum af kýlum og húðsjúkdómum. Maður las bara allt og aftur og aftur og skoðaði og fletti myndabókum. Manstu eftir fyrstu bíómyndinni sem þú sást? Ekki þeirri fyrstu en ég man vel eftir Kitty Kitty Bang Bang, Mary Poppins, og seinna eftir The Sound of Music. Þegar ég var níu eða tíu ára gömul fór ég með mömmu að sjá Love Story, mamma hafði þýtt bókina. Það var dálítill viðburður, mér fannst til um að fá að fara með. Myndin fjallar um ungt par en konan fær krabbamein og deyr. „Love means you never have to say you are sorry,“ er sagt í myndinni. Ég man svo vel eftir þessari setningu en ég er ósammála þessu. Fórstu oft í bíó sem barn? Nei, ég fór ekki oft í bíó, ég var ekki í þessum sunnudagsþrjúbíóferðum sem margir muna. Hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó? Mér hefur örugglega fundist bíó skemmtilegra. Auðvitað fór maður í bíó,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.