Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 11
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n TMM 2017 · 1 11 AFTURHVARF eftir regnið myndaðist regnbogi ekki ólíkur ömmu minni mér leið eins og ég gæti sofnað í fanginu á honum og vaknað aftur við lyktina af pönnukökum *** Takk fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar, kæri Sverrir Norland. Viltu segja mér hvar þú ert fæddur og hvenær, hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau – ef þú kærir þig um að svara því – hvar í röðinni ertu fæddur og hvar ólstu upp? Takk, með ánægju. Ég er fæddur í Reykjavík þann 17. maí árið 1986. Mamma heitir Sigríður Lilja Signarsdóttir, ég held jafnvel að pabbi hennar sé sá eini sem heitið hafi Signar á landinu, ekki Sigmar. En faðir minn heitir Jón Norland og ég á tvo bræður sem heita Kristján og Guðmundur Óli. Ég er elstur og alinn upp í Hlíðunum í Reykjavík – ég þori ekki að fara á flug á meðan þú vélritar. En ég er vön að gera þetta svona, skrifa upp eftir fólki. Af því það er pirrandi að vélrita síðan allt upp? Ókey, best ég brjóti odd af oflætinu, frelsi fingurna, ýti á upptökutakkann. Hvaðan af landinu ertu ættaður, Sverrir? Já sko, ég er Reykvíkingur í húð og hár en á vissulega rætur að rekja til ýmissa staða á landinu eins og gengur og gerist. Í föðurætt eru það Suður-Þingeyjarsýsla (Gautlönd í Mývatnssveit) og Vestur-Húnavatnssýsla (Hindisvík á Vatnsnesi). Þetta er ætt Sverris afa míns og alnafna. Af því að þetta er bókmenntatímarit má geta þess að hann er reyndar fæddur í Noregi (enda þótt foreldrar hans hafi verið alíslenskir), á Háramarsey (Haramsöy), þar sem Grettir Ásmundarson réð niðurlögum berserkjanna tólf eins og lýst er í Grettis sögu, 19. og 20. kafla. Margrét amma mín á ættir að rekja norður til Brettingsstaða á Flateyjardal og í Kelduhverfi. Einnig til Snæfellsness og Kaupmannahafnar. Hin amma mín, Anna Jónasdóttir, er fædd á Skálum á Langanesi, en byggð þar lagðist af þegar hún var níu ára og gekk hún með móður sinni og einni kú til Þórshafnar þar sem fjölskyldan settist að. Nú ku það að mestu aflagt: að níu ára stúlkur þrammi um sveitir landsins með klaufdýr í taumi. Faðir hennar fór sjóleiðina með hin systkinin. Signar, afi minn og móðurfaðir, var Norðmýlingur, fæddur á Bakka við Bakkafjörð í Norður-Múlasýslu. Er þetta ekki orðið nokkuð gott?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.