Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 22
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 22 TMM 2017 · 1 Önnur uppáhaldsbók: Fjallkirkjan í þýðingu HKL. Og ljóð, mikið af ljóðum. Ég fæ svo mikla orku af ljóðalestri. Meðal uppáhaldsbókanna minna eru ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar, Tunglið braust inn í húsið og Listin að vera einn eftir Shuntaru Tanikawa. Ég tæki líka ljóð eftir Tomas Tranströmer. Í fullri hreinskilni myndi ég þó alltaf velja að hafa gítarinn minn með á eyjuna frekar en nokkra bók. Hvað varstu að gera í Síberíuhraðlestinni? Við konan mín fórum sex sólarhringa ferðalag í gegnum Síberíu, frá Moskvu til Vladivostok, fórum ekki út úr lestinni í sex sólarhringa og enginn sturta, maður horfir bara útum gluggana, drekkur te úr samovarnum, fer í tuttugu mínútur út og kaupir pönnukökur, blinis, af gömlum kerlingum með skuplur, og einhvers konar súrkálsbrauð, svo situr maður inní lestinni, les Tolstoy, talar við konuna sína og þá fáu sem kunna ensku eða frönsku, horfir útum gluggann á slétturnar og hugsar: vá hvað heimurinn er stór og hvað það er gott að slökkva á tölvupóstinum í heila viku. Þaðan fórum við til Japan. Hvað voruð þið að gera í Japan ef ég má spyrja? Hjóla um Tókýó. Borða udon-núðlur. Skoða Naoshima-eyju og listaverkin þar, meðal annars eftir vin okkar Walter de Maria, sem Cerise bæði ritstýrði og þýddi bók um. Hann var í The Velvet Underground. Í Japan eru klósett- seturnar upphitaðar. Og vonandi auðvelt að fá landvistarleyfi. Sækirðu jafnt áhrif í útlenskar bókmenntir og íslenskar? Ég sæki áhrif hvert sem ég mögulega get og hugsa þá lítið um landamæri eða skil milli listgreina eða annarra sviða tilverunnar. Og ef ég mætti snöggvast uppfæra eyðieyjulistann, þá vildi ég gjarnan bjóða César Aira með mér, argentískum höfundi. Mottóið hans, fuga hacia adelante, eða: flugið fram á við, er nokkuð sem ég reyni að tileinka mér. Að uppgötva Roberto Bolaño var mér einnig mikilvægt, ég las hann upp til agna og vil pakka 2666 niður fyrir eyðieyjudvölina. Milan Kundera mætti svo kannski líka koma með. Hvað íslenska höfunda snertir – hmmm. Ég veit það ekki. Guðrún frá Lundi? Ísland er náttúrlega hálfgerð eyðieyja. Á „spássíu Evrópu“ líkt og Siggi Páls segir í nýju ljóðabókinni sinni. Gerir þú greinarmun á amerískum, evrópskum, asískum, afrískum áhrifum, áströlskum? Ekki endilega. Mér er sama um landamæri, það er helst ég strandi á tján- ingar mærum tungumála. Þetta þjóðernisblæti mannkyns finnst mér hálf böggandi. Og mér finnst stundum ergilegt að þurfa alltaf að vera Íslend ingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.