Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 24
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 24 TMM 2017 · 1 staðinn. Þegar maður verður að gera eitthvað sem maður trúir ekki á og vill ekki vera að gera. Og þegar heimurinn stefnir í einhverja átt sem manni líst illa á. Af hvers konar hljóðum hrífstu? Þögnin er alltaf góð. En svo er það líka surg í kaffivél sem er alltaf hug- hreystandi, brak í haustlaufum, snörl í stífluðu nefi, skrjáf í glænýrri bók, þytur í akri, þrusk í gömlu húsi. Ég hrífst af hljóðum sem hafa heyrst í ver- öldinni árþúsundum saman. Og af tónlist sem flutt er á alvöruhljóðfæri og heyrist svo kannski aldrei aftur! Hljóð sem gera mann dapran eru vélrænni, grimmdarlegri. Til dæmis finnst mér hljóðið í vinsælli popptónlist oft grimmdarlegt, miskunnarlaust. Ef þú berð til dæmis upptöku frá 1967 saman við upptöku frá 2016, þá hljómar sú yngri margfalt háværar og er ákveðnari í að ryðjast inn í líf þitt. Er maður kannski stöðugt undir lúmskum og ljósum árásum? Já, mér finnst meira og meira einsog við megum ekki vera í friði. Við fáum samviskubit ef við kúplum okkur út – lesi maður ekki fréttir í viku þá missi maður af einhverju miklu en það er ekki þannig: maður situr í Síberíuhrað- lestinni í viku, les Tolstoy og missir ekki af neinu. Hvað meturðu mest í fari manneskju? Rembingsleysi. Eftir því sem ég verð eldri tek ég eftir því að manneskjur skiptast í tvennt: ósviknar manneskjur og falskar og yfirborðskenndar. Ég held að það sé hægt að grafa sig inn að kjarna allra og allir séu áhugaverðir inn við beinið. Ég heillast af einlægni, hrifnæmi og fólki sem er bara það sjálft og er viðstatt. Af fólki sem hefur eitthvað að segja. Hvað meturðu minnst í fari manneskju? Græðgi, metnaðargirni, tilgerð og óöryggið sem hlýst af áhyggjum af því hvernig maður birtist öðrum. Svona þrælsaugu. Já. Ef ég færi til dæmis að spá í það hvernig ég birtist í þessu viðtali, þá storknar hugsunin. Ég fer að reyna að geðjast fólki, í örvæntingarfullri von um að þér og öðrum líki vel við mig. Hverjir eru kostir þínir? Ég skipti sjaldan skapi en þegar það gerist nötrar jörðin undir mér án þess ég fari út í smáatriði. Ég get oftast einbeitt mér vel að því sem ég er að gera. Að sama skapi er ég haldinn hálfgerðum athyglisbresti. Ég get til dæmis ekki horft á sjónvarp án þess að teikna, spila á gítar, tala í símann og klippa á mér táneglurnar samtímis. Ég held að ég sé nokkuð hlýr þegar þú kynnist mér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.