Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 31
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n TMM 2017 · 1 31 Jú, mjög. Hvernig koma hugmyndirnar til þín? Úr daglegri reynslu, bókum, bíómyndum, samtölum við aðra og svo bara með því að setjast niður og byrja að skrifa. Sumar hugmyndirnar geymi ég í skónum, aðrar bak við eyrað. Viltu segja mér frá aðferðum þínum? Sköpunarferlinu? Ég er bara alltaf að skrifa, það er ekkert hátíðlegt við það. Einu sinni skrifaði ég með pappír og penna og hélt endalausar minnisbækur sem ég er búinn að safna saman og get flett upp í og fundið eitthvað. Til þess að komast í gírinn geng ég yfirleitt með eina, tvær ljóðabækur sem ég fíla á mér, ljóð kveikja á einhverju. Áður fyrr gat ég ekki skrifað á tölvu af því tölvan æskir þess að maður færi henni eitthvað sem lítur vel út og hún veit meira en þú – það er truflandi – en nú er mér alveg sama, áhaldið skiptir ekki lengur máli, gaman væri að skrifa einn daginn skáldsögu á blómapott, ferskeytlu á gasblöðru og blaðagrein á sturtuhengi. Og ég get bara alltaf og alls staðar sest niður og skrifað. Mér finnst það gaman. Ég stunda ekki ákveðna rann- sóknarvinnu af því ég er svo sem alltaf með hugmyndir hvort sem er. Ég er ekki grúskari; bara orðið fyllir mig velgju. Oftast veit ég fyrirfram hvernig sögurnar enda og hvernig þær byrja. Það sem er skemmtilegast er að komast frá a til ö. Áður óttaðist ég að endurtaka mig, en nú lít ég á endurtekninguna sem hluta af lífinu. Já, skýin endurtaka sig ekki þó það líti oft út fyrir það. Viltu segja mér frá bókunum þínum. Fyrst kom út Suss! Andagyðjan sefur (2006), en þá ertu tvítugur. Það besta við fyrstu bókina mína er titillinn. Í henni eru rímuð ljóð og síðan eitthvert svona óráðsíubull. Ég fylgdi henni eftir með hljómplötu árið 2010, sem var samnefnd mér. Og svo kom ljóðabókin Með mínum grænu augum (2010). Hún var lokaverkefni mitt í ritlist við Háskóla Íslands. Sigurður Pálsson skáld var leiðbeinandi minn. Í henni er ýmislegt sem ég get vel lifað með í dag. Já, og líka í fyrstu bókinni: þar finnur maður þetta fyrstubókaræði og ímyndunarafl og orðin að keppast eða atast um plássið. Tunglforlagið gaf svo út Kvíðasnillingurinn; skáldsaga í hæfilegri lengd (2013). Já, hún er blanda ljóða og sagna og var sett saman af því tilefni. Rithöf- undarnir Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Ólafsson spurðu mig hvort ég ætti eitthvað á lager og ég setti bókina saman. Hún seldist meira að segja upp á korteri, undir fullu tungli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.