Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 32
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 32 TMM 2017 · 1 Svo koma Kvíðasnillingarnir 2014. Kvíðasnillingarnir er óskyld nöfnu sinni í eintölu og er skáldsaga sem rekur ævi aðalpersónanna frá því að þær eru litlar og þangað til þær eru komnar á fullorðinsár. Titillinn fangar vitaskuld þema bókarinnar: Við eigum hið nei- kvæða orð kvíðasjúklingur og mér fannst gaman að stroka út sjúkleikann og skrúfa frekar saman við hugar- og líkamsástandið kvíða einkunnina snill- ingur. Eða er ekki eins hægt að vera snillingur í kvíða og ballet eða píanóleik? Jú, og þetta er flott orð. Aðalpersónurnar eru kvenlegir drengir – má segja það? Mér þykir mjög vænt um þessa bók en hef auðvitað ekki lesið hana síðan hún kom út. Ég veit ekki hvort það megi. Nú síðast kom svo út skáldsagan Fyrir allra augum (2016). Aftur endurspeglast þemað mjög sterkt í titlinum: hvernig við lifum í síauknum mæli fyrir allra augum. Frænkur mínar senda barnsfæðingar sínar út í beinni útsendingu; vídjó, stöðuuppfærslur og ljósmyndir. Grát- klökkir rithöfundar æða snuðrandi um net og dagblöð og slengja umsögnum jafnóðum inn á netið: Það er með tár á hvörmum sem ég tek við þessum fjög- urra stjörnu dómi í Séð & heyrt … Dulúðin á undir högg að sækja. Ungir og sætir karlmenn ákveða að raka sig og finna sig knúna til að setja ljósmyndir – fyrir og eftir – inn á netið; það er ekki einu sinni hægt að raka sig lengur án þess að óska eftir kommentum, sem mér finnst fyndið. Upphafshvatinn var þó, fyrst og fremst, sá að mig langaði að skrifa sögu um ungt fólk sem er klárt og vel gefið og lifir í áhugaverðum heimi án þess að gera það á niðrandi hátt, úr fjarlægð eða af stalli, einsog mér þykir algengt í íslenskum bókmenntum. Kannski af því að þær eru að megninu til skrifaðar af eldri fólki? Mig langaði að skrifa sögu sem væri sympatísk gagn- vart minni kynslóð og yngra fólki og sýndi það sem áhugavert, flókið fólk. Ákjósanlegast væri að menn skrifuðu af sömu virðingu um mína kynslóð og um aðrar. Ég tek eftir lýsingarorðunum sem þú puntar þau hin miðaldra með, þau eru þreytt og stressuð, reykingahás – mér þykir það kúl og kannski er ég of miðaldra til að nota orðið kúl. Er þessi lýsingarorðanotkun með ráðum gerð? Ef einhver má nota orðið kúl, þá ert það þú, Kristín kær. En ég vann sem sagt markvisst með það í fyrsta hluta Kvíðasnillinganna að sýna fullorðna fólkið, alltaf í bakgrunni, sem hálfgerða klaufabárða og að vissu leyti ennþá meiri óvita en afkvæmi sín, þ.e. kvíðasnillingana þrjá. Þau eru vissulega þreytt og stressuð og alltaf hálf-fjarverandi, í kapphlaupi við tíma og væntingar. Í Fyrir allra augum var það hins vegar ekkert með-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.