Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 38
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 38 TMM 2017 · 1 Hvernig myndir þú skipuleggja Launasjóð rithöfunda? Úff. Markmiðin mættu vera skýrari? Til hvers er sjóðurinn eiginlega rekinn? Þarf ekki líka að búa eitthvað í haginn fyrir framtíðina? Jú, þess þarf – það þarf að stækka sjóðinn mjög mikið og gera ungu fólki kleift að einbeita sér að ritstörfum. Það er lífsstarf að skrifa og ég sem er miðaldra get lofað þér að dagarnir munu umbyltast oft, sjónarhornin, afstöðurnar, tímaskynjunin: bíddu bara og ekki spenna beltin – er patró- næsing að tala svona? Mjög patróníserandi. Sérðu ekki hvernig rýkur út um rauðglóandi eyrun á mér? En auðvitað ætti ríkið að sjá sér hag í að hremma þau, sem eru til í þessa vitleysu, sem allra fyrst, og ríghalda svo í bráðina. Áður en fólk nær að forða sér annað. Akkúrató: einsog tungumálið hremmir fólk – hremmingin byrjar oftast þegar maður er unglingur – til skrifta ætti ríkið aldeilis að taka veiðiað- ferðir þess sér til fyrirmyndar. Heldurðu að stéttaruppruni manns og félagsskapurinn skipti máli til að verða rithöfundur? Já. Slíkt er auðvitað áþreifanlegra meðal stærri þjóða: Breta, Frakka, Banda- ríkjamanna. En varðandi félagsskapinn: ég þekkti engan sem las og skrifaði þegar ég var yngri. Og ég hef aldrei tilheyrt neinni listaklíku. Mér hefur alltaf liðið eins og hálfgerðum útlendingi, eða geimveru, sama hvar ég er staddur. En þar með líður mér um leið eins og ég eigi alls staðar heima. Nú á ég góða vini, sem bæði skrifa og lesa. Það er lífsnauðsynlegt. Góðir höfundar þrífast ekki án góðra lesenda, verða ekki til án undirtekta frá samfélaginu. Þess vegna fannst mér svo mikilvægt að fá góð viðbrögð við Fyrir allra augum. Orku og áframhaldandi veganesti. Takk fyrir. Hver er annars staða íslenskra bókmennta í dag? Hún er í rauninni frábær, við eigum marga góða höfunda. Stundum heyri ég sagt í íslenskri umfjöllun að bók sé á heimsmælikvarða en þar gætir ákveðinnar minnimáttarkenndar og snobbs gagnvart öllu sem er erlent. Ef íslenskum höfundi gengur vel, t.d. í Frakklandi, þá sperra allir eyrun á Íslandi – og ég skil það alveg, þá er einhver stór heimur að fagna einhverju frá litlu landi. En við þurfum ekki á þessari minnimáttarkennd að halda. Mhm. Bandarískar samtímabókmenntir eru, svo að dæmi sé tekið, að mörgu leyti ekkert sérlega merkilegar. Umfjöllunarefnið er takmarkað, bandarísk sjón- varpsþátta– og kvikmyndagerð er að fjalla um eldfimari og brýnni málefni, sýnist mér, en samtímabókmenntirnar. Undantekningarnar kannski helst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.