Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 42
42 TMM 2017 · 1 Björn Halldórsson Barnalæti Þetta var sumarið þegar ég varð tíu ára, og við vorum nýflutt í Hafnarfjörð. Löngu áður en þau skildu og allt sem á undan því fór. Nýja húsið var hvítt tveggja hæða raðhús, spánnýtt og úr steypu svo að það brakaði ekki í því eins og gamla húsinu okkar. Skólinn var ekki byrjaður og ég hafði ekkert að gera og þekkti engan í hverfinu. Þau voru strax farin að rífast meira. Höfðu verið svo viss um að allt myndi batna í borginni. Bæði komin með vinnu og mamma alltaf að tala um gamlar vinkonur sem höfðu flust í bæinn á undan henni. Svo frestaðist eitthvað fyrsti dagurinn hennar í nýju vinnunni svo að hún var föst heima með mér, innan um allt dótið sem átti eftir að koma fyrir. Þau höfðu misreiknað stærðina á húsinu. Öll herbergin voru full af kössum og húsgögnum. Búslóðin miklu stærri en hægt var að koma fyrir í litlu rað- húsi. Þetta var eins og að búa í geymslu. Það höfðu líka verið fleiri veggir í gamla húsinu okkar og myndir og málverk hölluðu að veggjunum þar sem ætlunin var að hengja þau upp. Þau rifust mikið um hvaða mynd ætti að hanga hvar. Í gamla húsinu fóru þau alltaf inn á skrifstofuna hans pabba til að rífast en það var ekkert aukaherbergi hér svo að í staðinn fór ég inn í mitt herbergi eða út í garð. Garðurinn var lítill og ferkantaður með hárri girðingu sitt hvoru megin til að skýla manni fyrir nágrönnunum, en við garðshornið hafði girðingin lotið í lægra haldi fyrir náttúrunni sem virtist vera á góðri leið með að taka yfir allan garðinn og kannski húsið sjálft ef ekkert yrði að gert. Þetta var þétt trjáþykkni, illgresi, fíflar, runnar, þyrnar og brenninetlur. Fyrst eftir að við fluttum talaði pabbi mikið um að taka garðinn í gegn, hreinsa burt runnana, snyrta trén og setja upp nýja girðingu, en hann dreif aldrei í því á meðan við bjuggum þar. Í staðinn lét hann sér nægja að slá þráðbeina línu fyrir framan óreiðuna við garðshornið. Sumarið sem við fluttum var mjög hlýtt. Grasið í garðinum var gul sina sem lá á jörðinni eins og henni hefði verið dreift með sópi til að fela þurra moldina. Ég var úti að bíða eftir að enn eitt rifrildið rynni sitt skeið og dundaði mér við að teikna munstur í þurran jarðveginn með skósólunum, og reyndi að herma eftir flóknu merkjunum sem ég hafði lesið um í Ótrúlegt en satt og birtast stundum á kornökrum í Bandaríkjunum eftir strandaðar geimverur að reyna að senda SOS skilaboð til vina sinna úti í geimi. Litli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.