Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 43
B a r n a l æ t i TMM 2017 · 1 43 garðurinn var allur orðinn útstrikaður og mig var farið að gruna að ég myndi lenda í vandræðum þegar pabbi og mamma sæju sköpunarverkið. Það var þá sem ég heyrði fyrst hljóðið handan við óræktina við garðshornið. Það var einhver þar að bölva af mikilli innlifun. Ég gekk á hljóðið og reyndi að gægj- ast á milli kræklóttra trjánna. Raddirnar sem bárust út um bakdyrnar voru orðnar háværari og af einskærum vilja til að komast í burtu frá þeim hóf ég að brjóta mér leið í gegnum gróðurþykknið. Brátt voru sköflungarnir orðnir rauðir eftir brenninetlurnar og ég var með frækorn í hárinu og fingurna klístraða af fíflamjólk. Blótsyrðin handan við trén höfðu þagnað en þegar ég smeygði mér undir síðustu greinarnar stóð fyrir framan mig strákur á mínu reki sem horfði á mig með eftirvæntingu, eins og hann hefði heyrt mig nálgast og verið að bíða eftir mér. „Hæ!“ sagði hann. „Hæ,“ sagði ég. „Geturðu hjálpað mér?“ spurði hann. „Með hvað?“ spurði ég varfærnislega. Hann lyfti hendi til að sýna mér. Svört rafmagnssnúra var vafin þétt um hana og yfir hnúana. Hvít raf- magnskló danglaði við úlnliðinn. Hann kippti til hendinni eins og hann væri með svipu og rafmagnssnúran bugðaðist eftir jörðinni og ég sá að hún var tengd við afturendann á gömlu sjónvarpi sem lá í grasinu skammt frá okkur. Hann tók báðum höndum um snúruna og hallaði sér aftur til að toga, kom henni síðan fyrir yfir öxlina og streittist við. Sjónvarpið ruggaði, dróst aðeins eftir jörðinni en sat svo fast. Hann togaði af öllum kröftum og gaf frá sér runu af blótsyrðum en sjónvarpið haggaðist ekki. Á endanum rétti hann úr sér og henti frá sér snúrunni. Klóin lenti í miðjum skjánum svo að söng í. Hann hrækti. „Æi, það skiptir svo sem ekki máli. Við eigum aldrei eftir að geta borið það alla leið,“ sagði hann, vonsvikinn. „Hvert ætlarðu með það?“ spurði ég og gekk að sjónvarpinu. Skjárinn virtist heill en kassinn var allur rispaður og skemmdur eftir tilraunir hans til að draga það á eftir sér. „Ætlarðu að láta laga það?“ spurði ég. Hann leit á mig eins og hann hefði aldrei heyrt neitt vitlausara. „Nei, ég ætla að sprengja það.“ Það fór um mig fiðringur. „Í alvöru?“ spurði ég. „Það kemur hljóð þegar skjárinn brotnar.“ Hann þrýsti lófunum saman, kippti þeim svo í sundur og gaf frá sér hljóð eins og þegar pabbi kveikti á gasgrillinu okkar. „Stundum kemur blossi líka en ég held að það sé bara ef það er í sambandi.“ „Hvernig ætlarðu að brjóta skjáinn?“ spurði ég. Ég svipaðist um og sá ekkert í grenndinni sem mér sýndist hægt að nota. Við vorum stödd í einskismannslandi sem lá á milli garðanna í götunni okkar og næstu götu. Líklega hafði einhverntímann verið stígur í gegn en honum hafði verið lokað í sitthvorn endann með úrsérgenginni vírgirðingu öðrum megin og runnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.