Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 44
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 44 TMM 2017 · 1 hinum megin. Fólki hafði sennilega ekki litist á tilhugsunina um að hægt væri að sniglast um bakatil hjá því. „Ég ætla ekki að gera það hér,“ sagði hann. „Ég er búinn að finna stað. Það er samt svolítið langt í burtu og fyrst verðum við að koma því þangað.“ Hann setti annan fótinn ofan á sjónvarpið eins og veiðimaður í Afríku að stilla sér upp fyrir ljósmynd við skrokkinn á nýskotnu dýri. „Þetta væri ekkert mál ef við værum með hjólbörur. Á pabbi þinn hjólbörur?“ „Nei,“ sagði ég og bætti svo við, „við erum nýflutt hingað,“ til að afsaka mig. „Við verðum að redda hjólbörum,“ endurtók hann. „Veistu hvort einhver nágranni ykkar á hjólbörur?“ Ég hristi hausinn. Ég hafði gert ráð fyrir að hann væri úr hverfinu en það var ólíklegt úr því að hann var að spyrja út í nágrannana. Á sumum görð- unum voru há grindverk með hliði eða hurð og hann hóf að ganga á milli og gægjast í gegnum rifurnar. „Hjálpaðu mér að leita,“ sagði hann. „Ef þú sérð hjólbörur þá get ég klifrað yfir og sótt þær. Við skilum þeim seinna.“ Ég gerði eins og hann sagði og hljóp á milli girðinganna mín megin í von um að finna hjólbörurnar á undan honum. Loks sá ég glitta í stál í háu grasinu og gaf frá mér óp af spenningi. „Ég fann þær!“ kallaði ég. Hann kom á harðahlaupum til mín og ýtti mér til hliðar til að gægjast í gegnum glufuna á dyrunum. Svo sneri hann sér að mér, skælbrosandi. „Fullkomið!“ sagði hann. Hann ýtti öxlinni í hurðina en hún haggaðist ekki. „Gefðu mér fótstig.“ Ég beygði mig niður og fléttaði greipar. Hann setti annan fótinn í lófann og studdi sig með báðar hendur á bakinu á mér. Þegar hann steig í rétti ég úr mér og ýtti á eftir af öllum kröftum og honum tókst að ná taki efst á girðingunni og krafsa sig upp yfir toppinn. Ég heyrði hann lenda með dynki hinum megin. Það var andartaks þögn og svo heyrði ég að boltinn á hliðinu var dreginn til baka. Hurðin opnaðist og hann kom út, labbandi aftur á bak og með hjólbörurnar í eftirdragi. „Núna verður þú að hjálpa mér,“ sagði hann. Sjónvarpið var miklu þyngra en það leit út fyrir að vera. Hjólbörurnar ultu alltaf á hliðina þegar við reyndum að koma því upp í. „Varlega,“ másaði hann, „passaðu að brjóta ekki skjáinn.“ Á endanum hafðist það. Hann vildi leggja strax af stað en ég hafði áhyggjur af því að einhver myndi sjá okkur og halda að við værum að stela svo að ég stakk upp á því að fela sjónvarpið undir gömlu heyi sem lá í haugum allt í kring. Stígurinn var fullur af slíku garða- rusli en þar var líka að finna gamla stóla með rifnu áklæði og morknaðar rúmdýnur og fleira á borð við sjónvarpið sjálft. Hann var stórhrifinn af hug- myndinni og horfði á mig aðdáunaraugum á meðan við söfnuðum saman heyi í heitum og rökum klumpum og hentum yfir sjónvarpið. Jörðin undir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.