Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 49
B a r n a l æ t i TMM 2017 · 1 49 það venjulega til að sýna að maður eigi rétt á einkalífi í hennar húsum, eða svo segir hún. „Hvar hefur þú verið?“ spurði hún, hendurnar krosslagðar. „Bara úti. Að skoða hverfið.“ „Pabbi þinn er úti að leita að þér. Hann er búinn að keyra út um allt. Ég er búin að vera hér heima alveg viti mínu fjær af hræðslu. Ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir. Hvar ertu búin að vera?“ Ég þagði. „Anna Dís, hvar varstu!“ „Bara úti. Í göngutúr.“ Hún beið þess að ég segði meira en ég hafði engu við að bæta. Mig langaði ekki að ljúga að henni en vissi að ég myndi gera það ef þess þyrfti, ef hún spyrði mig aftur. Í staðinn sagði hún: „Þú verður að láta okkur vita hvert þú ert að fara þegar þú ferð út. Þú veist það.“ Handleggirnir féllu niður að síðum og krosslögðust svo aftur. Ég sá hvernig ímyndunaraflið hafði leikið lausum hala og hún séð allt hið versta fyrir; að ég hefði fallið í gjótu eða verið hrifsuð inn í bíl af barnaníðingi. „Við þekkjum engan hérna. Við höfðum ekki hug- mynd um hvert þú gætir hafa farið.“ Henni var svo létt, hún þurfti að halda aftur af sér til að koma ekki til mín og faðma mig og fyrirgefa mér allt um leið. Undir erminni á úlpunni minni kleip ég í laumi í þunnt holdið yfir æðunum og sneri upp á þar til sársaukinn var óbærilegur. Mér vöknaði um augun og reyndi að vera grafkyrr svo að tárin rynnu ekki niður kinnarnar. „Ég ætlaði ekki að vera svona lengi. Það var svo bjart úti. Ég vissi ekki að klukkan væri orðin svona margt.“ „Hvar er úrið þitt?“ „Á skrifborðinu. Það er óþægilegt að vera með það. Ég verð svo sveitt á úln liðnum.“ „Anna Dís,“ andvarpaði hún. Eins og hún væri dauðþreytt og vissi ekki hvað hún ætti annað að segja eða gera. Skyndilega kraup hún niður og byrjaði að losa reimarnar á skónum mínum eins og hún gerði þegar ég var lítil og kunni ekki að reima. „Lyfta,“ sagði hún og ég lyfti fætinum, fyrst öðrum og svo hinum, og hún tosaði af mér skóna. Hún studdi sig við hnéð á mér til að standa á fætur. Eitt andartak var hárið á henni alveg við andlitið á mér og ég fann lyktina af sjampóinu hennar. Það var sæt og gervileg ávaxta- lykt eins og af niðursoðnum ferskjum. Hún renndi niður úlpunni minni og ég hreyfði handleggina til að hjálpa henni að tosa hana af. Hún braut úlpuna varlega saman og lagði yfir handlegginn, beygði sig svo niður til að taka upp skóna. „Við erum ekki búnar með þetta samtal,“ sagði hún „en ég verð að hringja í pabba þinn og láta hann vita að þú sért komin heim. Þú þarft að biðja hann afsökunar. Hann hafði svo miklar áhyggjur af þér. Við bæði.“ „Ég veit,“ sagði ég lágri röddu. „Fyrirgefðu. Mér þykir það leitt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.