Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 55
Tv ö l j ó ð
TMM 2017 · 1 55
kátína hinna vinnandi stétta og átylla til að gera upp á milli ókunnugra,
hinna efnilegu og hinna útbrenndu; átylla til þess að velja í lið, draga í riðla,
fá útrás fyrir þjóðernisfordóma og gegna hlutverki liðsheildarinnar, öll sem
eitt, ég verð þú og þú verður ég og við verðum þið og þið verðið eitthvað
annað en allir aðrir; átylla til þess að gera ekki neitt; átylla til þess að rífast
um eitthvað sem – aldrei þessu vant – skiptir engu máli, og öll fæðumst við
líka rangstæð í augum dómarans, öll brotleg og meidd.
Það falla stjörnur á leikvanginn merktar tryggingafyrirtækjum og brugg-
húsum.
Það falla stjörnur grenjandi um gul spjöld og grenjandi um rauð spjöld og
grenjandi um regnbogalitina, mannþröngina og heimþrá annarra.
Það falla stjörnur og hverfa út í nóttina að leik loknum til þess að drekkja
sér í heimsins grynnstu bjórum, drekkja sorgum sínum og andstæðingum
sínum í heimsins grynnstu bjórum.
Það falla stjörnur úrvinda á hótelkodda í öllum fötunum og skilja eftir sig
andlitsmálningu í koddaverinu.
Það falla stjörnur í draumum sínum og dreymir um að falla í draumum
drauma sinna.
Það falla stjörnur á meðan reyksprengjur puðrast út í loftið og dagarnir
klárast hver á fætur öðrum í sólinni, á instagram, í ljóðrænum lýsingum á
sextíu ólíkum tungumálum sem öll renna saman í eitt allsherjar óp og úr
þessu ópi verður jörðin til.
Sem útskýrir hvers vegna hún er svona í laginu.
Og svo framvegis og svo framvegis.