Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 61
S í ð b ú i n n f u n d u r f j a n d v i n a TMM 2017 · 1 61 hefði á bak við sig“ sem þeir hefðu ekki á bak við sig. Þessir þeir voru ekki neinir sérstakir. Það voru bara allir framagosarnir sem höfðu snúið heim- inum á hvolf og grafið undan sómakæru lífi. Hún ætlaði sér að standa á pallinum í ágúst með hershöfðingjann í hjóla- stólnum á bak við sig á sviðinu og hún ætlaði að bera höfuðið mjög hátt, líkt og hún væri að segja: „Sjáið hann! Sjáið hann! Þetta er ættingi minn, framagosarnir ykkar! Dásamlegur gamall maður sem hefur staðið í fæturna og stendur fyrir gömlu gildin! Virðingu! Sóma! Hugrekki! Sjáið hann!“ Nótt eina kallaði hún upp úr svefninum: „Sjáið hann! Sjáið hann!“ og sneri höfðinu og sá hann sitja við hlið sér í hjólastólnum með hræðilegan svip á andlitinu, í engum fötum nema með gamla hershöfðingjahattinn og hún vaknaði og þorði ekki að sofna aftur þá nótt. Hvað hann sjálfan snerti, þá hefði hershöfðinginn ekki fallist á að mæta á útskriftina ef hún hefði ekki lofað honum að hann fengi að sitja uppi á sviðinu. Honum fannst gaman að sitja uppi á sviði. Hann var þess fullviss að hann væri ennþá mjög myndarlegur maður. Þegar hann gat enn staðið í fæturna hafði hann verið rúmlega einn og sextíu á hæð og sannkallaður bardagahani. Hvítt hárið náði niður á herðar að aftan og hann neitaði að setja upp í sig tennur því honum fannst hliðarsvipur sinn tilkomumeiri án þeirra. Hann vissi sem var að þegar hann klæddist fullum hershöfðingja- skrúða stóðst honum enginn snúning. Þetta var ekki sami einkennisbúningur og hann hafði klæðst í Þræla- stríðinu. Hann hafði reyndar ekki verið hershöfðingi í því stríði. Líklega hafði hann verið fótgönguliði, hann mundi það ekki; satt að segja mundi hann ekkert eftir því stríði. Það var eins og með fætur hans sem núna héngu rýrnaðir neðan úr honum, tilfinningalausir, huldir undir grábláa teppinu sem Sally Poker hafði heklað þegar hún var lítil stúlka. Hann mundi ekki eftir spænsk-ameríska stríðinu þar sem hann hafði misst son sinn; hann mundi ekki einu sinni eftir syninum. Hann hafði enga þörf fyrir Söguna því hann átti ekki von á að horfast aftur í augu við hana. Frá hans sjónar- miði tengdist Sagan herfylkingum og lífi með skrúðgöngum og hann var hrifinn af skrúðgöngum. Fólk var alltaf að spyrja hvort hann myndi hitt eða þetta – ömurleg skuggafylking spurninga um fortíðina. Það var aðeins einn viðburður úr fortíðinni sem hafði nokkra einustu merkingu í hans huga og hann kærði sig um að tala um: það var fyrir tólf árum, þegar hann eignaðist hershöfðingjabúninginn og fékk að taka þátt í frumsýningunni. „Ég var á frumsýningunni hjá þeim í Atlanta,“ sagði hann við gesti sem settust á veröndina hans. „Umkringdur fallegum stelpum. Það var ekkert sveitó við það. Það var ekki vitund sveitó. Heyriði mig. Þetta var viðburður á landsvísu og þeir höfðu mig með – létu mig koma upp á sviðið. Það voru engir aular þarna. Allir sem þarna voru höfðu greitt tíu dollara til að komast inn og urðu að klæðast smóking. Ég var í þessum einkennisbúningi. Gull- falleg stelpa færði mér hann upp á hótelherbergið fyrr um daginn.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.