Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 68
F l a n n e r y O ’ C o n n o r
68 TMM 2017 · 1
runa af stöðum – Chickamauga, Shiloh, Marthasville – og æddu að honum
eins og fortíðin væri eina framtíðin núna og hann þyrfti að sætta sig við það.
Skyndilega tók hann eftir því að svarta fylkingin var komin næstum alveg
að honum. Nú þekkti hann hana aftur, því hún hafði ásótt hann allt lífið.
Hann reyndi að hefja sig yfir hana, til að sjá hvað kæmi á eftir fortíðinni, af
svo mikilli örvæntingu að hönd hans krepptist um sverðið þar til eggin náði
inn að beini.
Útskriftarnemarnir gengu yfir sviðið í langri röð til að taka við skírteinum
sínum og hrista hönd deildarforsetans. Þegar Sally Poker, sem var meðal
þeirra síðustu, gekk yfir sviðið varð henni litið á hershöfðingjann og sá hvar
hann sat fastur fyrir og grimmur á svip, með galopin augun, og hún sneri
höfðinu fram og bar það merkjanlega hærra en áður og tók við skírteininu.
Þegar athöfninni var lokið og hún var komin úr hátíðarsalnum út í sólina,
fann hún ættingja sína og saman settust þau á bekk í forsælu og biðu þess
að John Wesley myndi aka gamla manninum út. Sá slóttugi skátadrengur
hafði hossast með hann út bakdyramegin og rúllað honum á ofsahraða niður
hellulagðan stíg og beið núna, ásamt líkinu, í langri biðröð hjá kóka-kóla
sjálf salanum.