Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 70
M i c h e l H o u e l l e b e c q 70 TMM 2017 · 1 gaf sig fyrst í Frakklandi, það man ég vel, þegar Guillaume Dustan lést árið 2005. Hatur þess baráttufólks sem myndar hreyfinguna Act Up sefaðist ekkert við andlát hans og sumt af því hikaði ekkert við að ráðast á hann í blöðunum strax daginn eftir að hann lést. Það sama gerðist fyrr á þessu ári þegar Maurice Dantec lést. Og þegar kemur að mér verður það enn verra, það er alveg hægt að spá því. Margir franskir blaðamenn koma til með að fagna dauða mínum ákaft. Og ég hefði svosem ekkert á móti því að horfa upp á sum frönsk dagblöð fara á hausinn. En það er lítil von til þess því dagblöð í Frakklandi njóta stuðnings hins opinbera, sem mér finnst raunar vera einhver óréttlætanlegustu og hneykslanlegustu ríkisútgjöldin í því landi. En það er þó ekki alveg útilokað vegna þess að sum dagblaðanna hafa misst gríðarmarga lesendur undanfarin ár. Allir vinstrisinnuðu fjölmiðlarnir, það er að segja velflestir fjölmiðlar í Frakklandi, berjast í bökkum vegna þess hve mjög lesendum hefur fækkað. Almennt séð er vinstristefnan í Frakklandi augljóslega að geispa golunni og sú þróun hefur orðið enn hraðari eftir að François Hollande komst til valda. Þetta er meginástæðan fyrir því að vinstrið er orðið svona harðskeytt og grimmt. Þetta er gamla sagan um dýrið sem lent hefur í gildru, er dauðvona og verður ansi hættulegt. Nú er sennilega nauðsynlegt að útskýra aðeins hvað það er sem tilvist mín og vinsældir bóka minna ógnar, og það svo mjög að sumir óska þess í raun og veru að ég deyi. Í þessu sambandi er oft gripið til hugtaksins „pólitískur rétttrúnaður“ en þess í stað langar mig að stinga upp á hugtaki sem er aðeins öðruvísi, það sem ég kalla „nýja framfarahyggju“. Nýja framfarahyggjan var einna best og ítarlegast útskýrð árið 2002 þegar Daniel Lindenberg sendi frá sér litla bók, rúmlega sjötíu blaðsíður að lengd, sem nefnist „Áminning“ og undirtitillinn er „Úttekt á nýja afturhaldinu“. Ég var meðal þeirra sem var borinn sökum í bókinni sem einn helsti „nýi afturhaldssinninn“. Mér fannst þetta fremur undarlegur undirtitill á sínum tíma. Ég hafði á tilfinningunni að höfundurinn væri með þessu að segja að „nýju aftur- haldssinnarnir“ hefðu gert sig seka um að koma með ádeilu. En einhvern veginn fannst mér að það væri ég sem væri að fá á mig ádeilu og að með þessu væri verið að segja: „Þú gleymdir að vera vinstrisinnaður, athugaðu að þú getur enn tekið þig á.“ Þessi bók var svo endurútgefin í ársbyrjun 2016. Á kápunni er rauður borði og á honum stendur: „Ritgerð sem varar okkur við“, og í henni er „áður óbirtur eftirmáli“ eftir höfundinn sem er ansi drjúgur með sjálfan sig eins og fram kemur í eftirfarandi tilvitnun. „Þær voru alveg ótrúlegar, árásirnar sem þessi bók sem sumir kölluðu „kver“ varð fyrir þegar hún kom út árið 2002. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar. Tilgáturnar sem ég setti fram á sínum tíma þrátt fyrir almennar efasemdir í minn garð hafa þó reynst réttar. Þeir sem kölluðu mig „rannsóknarréttardómara“ eða „bullukoll“ eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.