Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 77
Þa k k a r áva r p TMM 2017 · 1 77 tíming sem gengur hægt. Þegar frjósemisstuðullinn er kominn niður í 1,3 eða 1,4 gengur þetta í rauninni frekar hratt fyrir sig. Við þessar aðstæður eru þær umræður sem franskir menningarvitar halda uppi um trúleysi, íslam og fleira algerlega óáhugaverðar vegna þess að þær taka ekki með í reikninginn einu breytuna sem raunverulega skiptir máli, það er að segja samband para og fjölskyldunnar. Það kemur því ekki á óvart að eina fólkið undanfarin tuttugu ár sem hefur fjallað á áhugaverðan og skiljanlegan hátt um ástandið í þjóðfélaginu eru ekki atvinnumenningarvitar heldur fólk sem hefur áhuga á mannlífinu eins og það er í raun og veru, það er að segja rithöfundar. Ég var svo heppinn að kynnast Philippe Muray og Maurice Dantec, hafa beinan aðgang að hugsun þeirra um leið og hún var að mótast. Núna eru þeir báðir látnir og ég hef ekkert meira fram að færa lengur. Það þýðir þó ekki að ég sé hættur. Hugmyndir eru ekki meginþættir skáld- sögu og enn síður ljóðs. Og svo ég taki dæmi af snilldarskáldsagnahöf- undi þar sem hugmyndirnar skipta meginmáli, þá er ekki hægt að segja að Karamazovbræðurnir komi fram með eitthvað nýtt á sviði hugmyndanna ef sú bók er borin saman við Djöflana. Það má jafnvel segja, með því að ýkja aðeins, að allar hugmyndir Dostojevskís komi þegar fram í Glæpi og refsingu. Samt eru menn almennt á því að Karamazovbræðurnir séu meistaraverk Dostojevskís. Sjálfur er ég heldur hrifnari af Djöflunum en mér kann að skjátlast í því sem er allt önnur umræða. Það er hvað sem öðru líður hægt að fullyrða að þegar ég er kominn á þennan aldur er ekki líklegt að ég hafi margar nýjar hugmyndir fram að færa í þeim verkum sem ég á eftir að skrifa. Ég stend því hérna fyrir framan ykkur í undarlegum aðstæðum þar sem helstu raunverulegu viðmælendur mínir eru látnir. Það eru enn til hæfileika- ríkir höfundar í Frakklandi. Það eru enn til virðingarverðir menningarvitar í Frakklandi. En þetta fólk er ekki sambærilegt við Muray og Dantec. Það sem aðrir rithöfundar skrifa vekur stundum áhuga minn en ég hef ekki neinn brennandi áhuga á því. Það kemur raunar fyrir að ég velti fyrir mér hvers vegna ég sé enn á lífi. Er þetta spurning um rithöfundarhæfileika þeirra? Já, auðvitað skiptir það máli, en er í rauninni ekki aðalatriðið. Muray og Dantec höfðu mikla hæfi- leika sem rithöfundar, sjaldgæfa hæfileika. En, og það er enn sjaldgæfara, þeir skrifuðu alltaf án þess að hirða um hvað mátti eða hvaða afleiðingar það gæti haft. Þeim var alveg skítsama þótt þeir fengju þetta eða hitt dag- blaðið upp á móti sér. Þeir sættu sig við að vera alveg einir ef þess þurfti. Þeir skrifuðu einfaldlega og algerlega fyrir lesendur sína og voru ekkert að hugsa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.