Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 78
M i c h e l H o u e l l e b e c q
78 TMM 2017 · 1
um þau takmörk og áhyggjur sem geta falist í því að vera hluti af tilteknum
þjóðfélagshópi. Þeir voru sem sagt frjálsir menn.
Og frelsi þeirra var frelsandi. Það er þeim að þakka að staða franskra
menningarvita hefur gerbreyst, svo mikið að þeir hafa ekki enn áttað sig
almennilega á því: þeir eru frjálsir.
Þeir eru frjálsir vegna þess að þeir eru lausir undan oki vinstrimennsk unnar.
Og þeir eru líka frjálsir vegna þess að þeir eru ekki eins háðir, eða minna
en áður, þeirri hrifningu á hinum svokölluðu miklu hugsuðum síðustu aldar,
nánast dáleiðslu, sem íþyngdi fyrirrennurum þeirra. Með öðrum orðum,
heilögu kýrnar eru dauðar.
Sá fyrsti sem hætti að byrgja mönnum sýn og takmarka hugsun var Marx.
Nokkuð langur tími leið þar til Fraud fór á eftir honum í þá gröf. Það hefur
ekki alveg gerst enn með Nietzsche en ég bind miklar vonir við að það gerist
bráðlega.
(Varðandi þetta verð ég satt að segja að undirstrika að ég var algerlega
ósam mála þessum tveimur félögum mínum varðandi hann, en þeir báru
mikla virðingu fyrir Nietzsche allt til hinstu stundar. Því fer fjarri með mig.)
Það er ekki hægt að segja, og ég legg alveg sérstaka áherslu á það, að
franskir menningarvitar hafi „frelsað sig“: sannleikurinn er sá að það vorum
við sem frelsuðum þá, við losuðum þá úr viðjunum og ég er nokkuð stoltur
af því að hafa, við hlið Philippes Muray og Maurice Dantec, átt minn þátt í
þeirri vinnu. Enginn okkar þriggja var að mínum dómi í raun og veru það
sem mætti kalla mikill hugsuður. Við vorum sennilega of miklir listamenn
til að geta talist vera það. En við frelsuðum hugsunina. Nú er það undir
menn ingarvitunum komið að fara að hugsa og þeir geta farið að hugsa eitt-
hvað nýtt, vonandi gera þeir það.
Verðlaun þessi eru veitt í minningu þýska blaðamannsins og ritgerðahöfundar-
ins Frank Schirrmacher (1959–2014). Þau voru fyrst veitt í fyrra, 2015, og þá fékk
þau Hans Magnus Enzensberger. Michel Houellebecq er því annar höfundurinn sem
hlýtur þau. Ávarpið er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.