Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 78
M i c h e l H o u e l l e b e c q 78 TMM 2017 · 1 um þau takmörk og áhyggjur sem geta falist í því að vera hluti af tilteknum þjóðfélagshópi. Þeir voru sem sagt frjálsir menn. Og frelsi þeirra var frelsandi. Það er þeim að þakka að staða franskra menningarvita hefur gerbreyst, svo mikið að þeir hafa ekki enn áttað sig almennilega á því: þeir eru frjálsir. Þeir eru frjálsir vegna þess að þeir eru lausir undan oki vinstrimennsk unnar. Og þeir eru líka frjálsir vegna þess að þeir eru ekki eins háðir, eða minna en áður, þeirri hrifningu á hinum svokölluðu miklu hugsuðum síðustu aldar, nánast dáleiðslu, sem íþyngdi fyrirrennurum þeirra. Með öðrum orðum, heilögu kýrnar eru dauðar. Sá fyrsti sem hætti að byrgja mönnum sýn og takmarka hugsun var Marx. Nokkuð langur tími leið þar til Fraud fór á eftir honum í þá gröf. Það hefur ekki alveg gerst enn með Nietzsche en ég bind miklar vonir við að það gerist bráðlega. (Varðandi þetta verð ég satt að segja að undirstrika að ég var algerlega ósam mála þessum tveimur félögum mínum varðandi hann, en þeir báru mikla virðingu fyrir Nietzsche allt til hinstu stundar. Því fer fjarri með mig.) Það er ekki hægt að segja, og ég legg alveg sérstaka áherslu á það, að franskir menningarvitar hafi „frelsað sig“: sannleikurinn er sá að það vorum við sem frelsuðum þá, við losuðum þá úr viðjunum og ég er nokkuð stoltur af því að hafa, við hlið Philippes Muray og Maurice Dantec, átt minn þátt í þeirri vinnu. Enginn okkar þriggja var að mínum dómi í raun og veru það sem mætti kalla mikill hugsuður. Við vorum sennilega of miklir listamenn til að geta talist vera það. En við frelsuðum hugsunina. Nú er það undir menn ingarvitunum komið að fara að hugsa og þeir geta farið að hugsa eitt- hvað nýtt, vonandi gera þeir það. Verðlaun þessi eru veitt í minningu þýska blaðamannsins og ritgerðahöfundar- ins Frank Schirrmacher (1959–2014). Þau voru fyrst veitt í fyrra, 2015, og þá fékk þau Hans Magnus Enzensberger. Michel Houellebecq er því annar höfundurinn sem hlýtur þau. Ávarpið er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.