Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 93
„ – O g G u ð – H a n n e r t r ú ð u r i n n “1 TMM 2017 · 1 93 Tilvísanir 1 Vilborg Dagbjartsdóttir, Ljóðasafn, Reykjavík: JPV útgáfa, 2015, bls. 139 2 Tilefni greinarinnar er að fagna nýútkomnu ljóðasafni Vilborgar en það reyndist greinarhöf- undi opinberun. Vilborg er menntað, húmanískt skáld og sækir vísanir ekki aðeins til krist- innar trúar heldur og grískrar og norrænnar goðafræði. Sjá t.d. Vilborg Dagbjartsdóttir, Ljóða­ safn, bls. 192–194. Þorleifur Hauksson, „Athugasemdir og skýringar“, Ljóðasafn, Reykjavík: JPV útgáfa, 2015, bls. 282–283, hér 283. Vilborg hefur skýrt svo frá að upphafið að eiginlegum höfundarferli sínum sé að finna í köllun er komið hafi að innan, og tengst hugmyndum hennar um að vera manneskja og viðleitni til að gera heiminn að veruleika eða hrynja ella saman. Silja Aðalsteinsdóttir, „Andlit í djúpinu, brosandi. Viðtal við Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáld“, Tímarit Máls og menningar 50. árg, 4. h., 1989, bls. 407–429, hér bls. bls. 414. Hér er lýst til- vistarlegri glímu sem oft er einnig trúarleg. 3 Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Jakob Benediktsson ritstýrði, Reykjavík: Bókmenntafræði- stofnun Háskóla Íslands, Mál og menning, 1989, bls. 170–171, sjá og 172–175. 4 Vilborg Dagbjartsdóttir, Ljóðasafn, bls. 156. 5 Vilborg hefur lýst trúarafstöðu sinni á ýmsum tímum. 1989 var lýsing hennar þannig: „Ég var ákaflega trúuð sem barn, hafði náið samband við guð og það skipti mig miklu máli. En ég hafnaði guði. […] En það kemur alltaf á móti að þó að ég hafni honum þá hef ég þekkt hann, og því er ekki hægt að gleyma“. Silja Aðalsteinsdóttir, „Andlit í djúpinu, brosandi“, bls. 421. 2000 voru lýsingarnar þannig: „Ég hef alla tíð samsamað mig náttúrunni. Haft sterka tilfinn- ingu fyrir guði. En ég hef ekki leitað eftir honum, heldur hafnað honum. Hann hefur þó aldrei hafnað mér.“ Kristín Marja Baldursdóttir, Mynd af konu. Vilborg Dagbjartsdóttir, Reykjavík: Salka, 2000, bls. 15–16. „Ég hef ætíð haft djúpa tilfinningu fyrir almættinu, ekki fyrir Jesú Kristi, heldur fyrir réttlátum, grimmum og góðum guði. Ég hef oft hafnað guði þegar hann hefur verið óréttlátur, eins og náttúran. En ég hef aldrei verið ein í myrkrinu. Ég er enginn Job sem sættir sig við vilja guðs, drottinn gaf og drottinn tók. Ég hef oft verið óskaplega reið“. Sama heimild, bls. 24. „Ég hafnaði guði oft, en guð hefur ekki hafnað mér. Ég hef aldrei haft þá tilfinningu að hann hafi hafnað mér. En hins vegar er ég enginn Job og sætti mig ekki við píslir og ranglæti. Það er í mér ógnlegur uppreisnarandi. Það er annað að hafna guði en að finnast sér vera hafnað af guði. Ég hef alltaf haft þá sterku tilfinningu að hann sé til staðar.“ Sama heimild, bls. 140. Trúariðkun sinni lýsir Vilborg sem einstaklingsbundinni frekar en kirkjulegri en byggðri á lestri Biblíunnar og Passíusálmanna. Sama heimild, bls. 140. 2011 kveðst Vilborg aldrei hafa gert uppreisn gegn foreldrum sínum en getað „[…] látið eins og óþekkur krakki við Guð“. Þorleifur Hauksson, Úr þagnarhyl. Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur, Reykjavík: Mál og menning, 2011, bls. 176. Þá segir hún frá kæru sem hún fékk á sig fyrir kennslu í kristnum fræðum sem ekki þótti ástæða til að sinna vegna pólitískra skoðana hennar: „En þau gerðu sér ekki grein fyrir því að ég var engin venjuleg kommakerling heldur afskaplega trúuð“. Sama heimild, bls. 176. 6 Á 8. áratug liðinnar aldar var gefið út safn „trúarlegra“ ljóða ungra skálda. Þar var birt eitt ljóð eða ljóðabálkur eftir Vilborgu, „Kyndilmessa“ (sjá síðar). Í formála safnsins er látið að því liggja að ljóð og trú hafi alltaf átt samleið. Hið trúarlega er skilið fremur sem spurning eða leit en sem svör, því síður sem predikun. Erlendur Jónsson, „Formáli“, Trúarleg ljóð ungra skálda. Erlendur Jónsson og Jóhann Hjálmarsson völdu, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1972, bls. 5–7, hér bls. 7. Svipaður skilningur liggur til grundvallar hér. 7 Þorleifur Hauksson fæst nokkuð við þessi ljóð sem hann flokkar sem biblíuljóð. Þorleifur Hauksson, „Bak við marglitan glaum daganna. Vilborg Dagbjartsdóttir og ljóð hennar“, Ljóða­ safn, Reykjavík: JPV útgáfa, 2015, bls. 7–28, hér bls. 14, 16–17. 8 Vilborg Dagbjartsdóttir, Ljóðasafn, bls. 73–78. Sjá „Formbylting og módernismi“, Íslensk bók­ menntasaga V. Ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 17–174, hér bls. 154 (Silja Aðalsteinsdóttir). 9 Dagný Kristjánsdóttir, „Ljós í húsi. Um „Kyndilmessu“ Vilborgar Dagbjartsdóttur“, Heimur ljóðsins. Ritstj. Ástráður Eysteinsson o.a., Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2005, bls. 80–93. Vilborg hefur sjálf sagt að hún hafi að einhverju leyti hugsað ljóðið sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.