Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 99
F é l a g s a u ð u r , e f n a h a g s þ r e n g i n g a r o g Í s l a n d 1
TMM 2017 · 1 99
á móti ójöfnuður í tekjuskiptingu í Svíþjóð eins og annars staðar. Samt sem
áður, eftir að hafa dregið lærdóm af fjármálakreppunni sem reið yfir landið
líkt og nágrannalöndin, Finnland og Noreg, á árunum 1989 til 1994, þá
komst Svíþjóð nokkuð vel frá kreppunni 2008. Grisjun á regluverki, án skil-
virks fjármálaeftirlits og án merkjanlegrar aukningar í ójöfnuði, var undan-
fari fjármálakreppunnar á Norðurlöndum 1989–1994 (Jonung et al., 2009).
Áhugavert er að bera þróun tekjuskiptingar á Íslandi saman við Banda-
ríkin og Svíþjóð. Gini-stuðullinn fyrir heildarráðstöfunartekjur óx á Íslandi
frá 1990 um eitt stig á ári fram að hruninu 2008. Það er þróun sem á sér engar
hliðstæður (Mynd 3, vinstri hlið). Ennfremur jukust tekjur tekjuhæsta 1% á
Íslandi frá því að vera tæplega 4% af heildartekjum árið 1995 í yfir 20% árið
fyrir hrun, 2007. Sem sagt, fimmföld aukning á tólf árum (Mynd 4, hægri
hlið). Í Bandaríkjunum, til samanburðar, þá jókst hlutdeild þess 1% sem
hæstar hafði tekjurnar úr 14% af heildartekjum árið 1990 í 24% árið 2008
(Mynd 1, vinstri hlið). Í Svíþjóð jukust tekjur 1% tekjuhæstra mun hægar,
eða frá 4% af heildartekjum árið 1990 í 7% árið 2008 (Mynd 1, hægri hlið).
Hvorki Bandaríkin né Svíþjóð komast nálægt þeirri fimmföldu aukningu
sem varð á hlutdeild tekjuhæsta 1% í heildartekjum á Íslandi. Tölur fyrir
hlutdeild 0,1% tekjuhæstra á Íslandi í heildartekjum eru ekki til.
Líkt og Finnland, Noregur og Svíþjóð (en ekki Danmörk), þá varð Ísland
fyrir barðinu á fjármálakreppunni 1989–1994, og með sambærilegum hætti
miðað við afskriftir skulda sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (Þorvaldur
Gylfason, 2015). Hins vegar var breitt yfir vandamálið með miklum vaxta-
Mynd 3. Ísland: Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna 1993–2009
(Ginistuðull)
Ráðstöfunartekjur með fjármagnstekjum Ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/, og Hagstofa Íslands, www.hagstofa.is
Aths.: Gini-stuðullinn 0 vitnar um algeran jöfnuð. Gini-stuðullinn 1 vitnar um algeran ójöfnuð.
17
Mynd 3. Ísland: Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna 1993-2009 (Gini-stuðull)
Ráðstöfunart j r eð fjármagnstekjum Ráðstöfunartekjur án fj rmagnstekna
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/, og Hagstofa Íslands, www.hagstofa.is
Aths.: Gini-stuðullinn 0 vitnar um algeran jöfnuð. Gini-stuðullinn1 vitnar um algeran ójöfnuð.
Mynd 4. Ísland: Hlutdeild tekjuhæstu 10% og tekjuhæsta 1% í heildartekjum (%)
Hlutdeild tekjuhæstu 10% Hlutdeild tekjuhæsta 1%
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/.
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
0
5
10
15
20
25
30
35
40
0
5
10
15
20
25
30
35
40
17
Mynd 3. Ísland: Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna 1993-2009 (Gini-stuðull)
Ráðstöfunartekjur með fjármagnstekjum Ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/, og Hagstofa Íslands, www.hagstofa.is
Aths.: Gini-stuðullinn 0 vitnar um algeran jöfnuð. Gini-stuðullinn1 vitnar um algeran ójöfnuð.
Mynd 4. Ísland: Hlutdeild tekjuhæstu 10% og tekjuhæsta 1% í heildartekjum (%)
Hlutdeild te juhæstu 10% Hlutdeild tekjuhæsta 1%
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/.
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
0
5
10
15
20
25
30
35
40
0
5
10
15
20
25
30
35
40