Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 104
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 104 TMM 2017 · 1 TRAUSTSVÍSITALA = 100 + (% Flestu fólki er treystandi) – (% Aldrei of varlega farið) Vísitalan er yfir 100 í löndum þar sem ríkir meira traust en vantraust og undir 100 þar sem því er öfugt farið. Mynd 6 (vinstri hluti) sýnir niðurstöð- urnar fyrir Norðurlönd þar sem flest fólk treystir hvert öðru sæmilega vel, að Íslendingum einum undanskildum. Traust milli manna á Íslandi var lítið árum saman fyrir hrunið 2008 sem bendir til að vantraust gæti hafa leikið lykilhlutverk í að skapa aðstæður sem leiddu til hruns. Ef svo er, þá verkar það á báða vegu: Vantraust veldur hruni, hrun veldur vantrausti. Sama á við um Bandaríkin þar sem vísitalan er 73. Mynd 6 (hægri hlið) sýnir einn- ig traust almennings á Íslandi sundurliðað eftir stofnunum. Umtalsvert traust sem lögreglan nýtur bendir enn og aftur til þess að vantraust verði ekki aðeins rakið til almennrar tortryggni. Nærtækara virðist að álykta að bankastjórnendur, stjórnmálamenn og dómarar ekki síst þurfi að skoða sinn gang vilji þeir ávinna sér traust almennings. Hér er ákveðið mynstur. Spillt einkavæðing bankanna á Íslandi á árunum 1998–2003 átti þátt í falli þeirra árið 2008 (Þorvaldur Gylfason et al., 2010). Og flokkarnir tveir sem með forkastanlegri einkavæðingu bankanna og öðrum ráðstöfunum vörðuðu veginn að hruninu hafa nær alltaf haldið ráðuneyti dómsmála fyrir sig (nánar tiltekið í 76 ár af 81, frá 1927–2008), einokað skipun dómara, sáð fræjum vantrausts. Hið djúpstæða vantraust sem gegnsýrir íslenskt samfélag verður að skoða í sögulegu samhengi. Alla 20. öldina, fram að einkavæðingu bankanna í lok 10. áratugarins, réð flokkapólitík mestu á Íslandi, samfélagið var bundið þungu regluverki og markaðsbúskapur takmarkaður. Það gerir auðveldara að útskýra hvers vegna einkavæðingin var hönnuð með það í huga að varð- veita talsamband stjórnmálamanna við bankana sem höfðu þjónað pólit- ískum hagsmunum ríkjandi afla svo vel gegnum tíðina (Þorvaldur Gylfason, 2015). Fyrirgreiðslustjórnmál og mismunun gagnvart viðskiptavinum í ríkisbönkunum þótti sjálfsögð og vakti ekki miklar mótbárur. Ástæðan var sú að efnahagslega virtist Ísland njóta velgengni og halda í við Danmörku, Svíþjóð og Finnland (en ekki Noreg sem m.a. með viturlegri stjórn á olíu- auðlind sinni skaust upp í flokk út af fyrir sig). Við hrunið 2008 opnaðist maðkaveitan. Spillingin hafði verið þarna allan tímann þótt enginn hafi lyft fingri til að reyna að sporna gegn henni, en það breyttist eftir hrunið. Mynd 7 sýnir muninn á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Tveir af hverjum þremur íslendingum svöruðu í könnun Gallup árið 2012 að spilling væri víðtæk í stjórnmálum, borið saman við 14% og 15% í Svíþjóð og Danmörku (Mynd 7, hægri hluti).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.