Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 107
F é l a g s a u ð u r , e f n a h a g s þ r e n g i n g a r o g Í s l a n d 1
TMM 2017 · 1 107
Fleiri bankamál eiga eftir að fara fyrir Hæstarétt og snúast um skjalafals og
innherjaviðskipti, umboðssvik og markaðsmisnotkun. Gert er ráð fyrir að
málum sem tengjast hruninu verði ekki lokið fyrir Hæstarétti fyrr en í fyrsta
lagi árið 2018. Ef bankarnir voru allir undir sömu sök seldir fyrir hrun, eins
og flestir telja, og ef stjórnendur þeirra allra eru jafnir fyrir lögum virðist
líklegt að fangelsisárunum eigi eftir að fjölga. Þetta er gjörólíkt því sem gerst
hefur t.d. í Bandaríkjunum þar sem stjórnvöld létu yfirleitt nægja að sekta
bankana fyrir að brjóta lög – sem er eins og að sekta Reykjanesbrautina fyrir
of hraðan akstur.
Í reynd hefur Ísland leitast við að fara að eins og Black (2005), Galbraith
(2010), Stiglitz (2015) og fleiri hafa lagt til að gert yrði í Bandaríkjunum, þ.e.
að lögsækja í málum þar sem grunur er um fjármálamisferli.
Þetta hefur ekki reynst auðveld leið á Íslandi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis um bankahrunið (2010, 2. bindi, 2) segir berum orðum: „Stærstu
eigendur allra stóru bankanna fengu óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá
þeim banka sem þeir áttu, að því er virðist í krafti eignarhalds síns. […] í
öllum bönkum voru helstu eigendur bankans meðal stærstu lántakenda
hans.“ Ennfremur segir í skýrslu RNA (2010, 2. bindi, 313): „Bankarnir brutu
ekki aðeins lög heldur fóru þeir einnig yfir sín eigin mörk. Eða færðu mörkin
eftir þörfum.“
RNA tiltók sjö stjórnmálamenn og embættismenn sem töldust hafa van-
rækt lagalegar skyldur sínar. Þar af voru fjórir einstaklingar tengdir Sjálf-
stæðisflokknum, þ. á m. formaður flokksins og forsætisráðherra þegar hrunið
varð, Geir H. Haarde. Þingmannanefnd sem var sérstaklega skipuð til að
Mynd 8. Norðurlönd: Frjósemi og langlífi
Frjósemi (fæðingar á konu) 1960–2012 Langlífi í árum 1960–2012
Heimild: Alþjóðabankinn (World Bank), World Development Indicators.