Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 115
TMM 2017 · 1 115 Einar Már Jónsson Sagnaskemmtan Sumarið 1976 líður mér seint úr minni. Ég tyllti tánum á íslenska grund í lok júlí, og eins og jafnan á þeim árum byrjaði ég strax að vinna á Þjóðviljanum. Verksvið mitt var að sjá um erlendar fréttir í blað- inu og skrifa greinar um sitt af hverju sem þeim tengdist, en ég varð þess fljót- lega var að menn voru ekki mikið með hugann við það sem gerðist utan land- steinanna. Annað var efst á baugi, hvar sem menn stungu saman nefjum, og það var „Geirfinnsmálið“; því veltu menn fyrir sér á alla enda og kanta, svo og því sem snerti það á einhvern hátt eða gat hugsanlega snert það. Um það gengu jafnvel þjóðsögur sem ég fékk að heyra á kaffistofu blaðsins. Ein var á þessa leið: Þetta gerðist seint um kvöld á barnum á Klúbbnum, komið var nálægt lokunar- tíma, áfengisgufur svifu í loftinu og fyrir framan barborðið var troðningur manna sem vildu skvetta í sig einum enn áður en miskunnarlaus grindin félli. Þeir voru mjög drukknir. Einhver tók samt eftir því að yst í þvöguna var kominn maður sem leit nokkuð undarlega út, hann var í rifnum vinnufötum, gegnblautur að sjá og náfölur í andliti, á því var einhver skráma. Hann olnbogaði sig hægt og hægt að barborðinu, en það var eins og menn sæju hann ekki. Þegar hann var kominn alla leið ávarpaði hann þjóninn holri rödd: „Tvöfaldan sénever í sjóvatni“. Vafalaust gefur þessi þjóðsaga til kynna hvað menn töldu vera sannleikann í þessu flókna og dularfulla sakamáli. Ég heyrði jafnvel sagt að sumir væru farnir að velta því fyrir sér hvort ekki væri nauðsynlegt að taka upp dauðarefsingu á Íslandi. En ekki grunaði mig þá að vesalingur minn ætti um síðir eftir að flækjast inn í þetta mál málanna, þótt það yrði á frem- ur lítilfjörlegan hátt að mér virtist á þeim tíma. Upphaf þeirrar sögu virtist þó eins fjarlægt því og hugsast gat. Þetta sama vor barst mér í hendur nýútkomin njósn- arasaga frönsk sem átti að gerast á sker- inu og bar heitið „OSS 117 fiskar á Íslandi“. Ég las hana af einskærri forvitni – enda var „Ísland“ á þessum árum nokkurn veginn það sama og „Langt- burtistan“ – en sá um leið að þarna væri efni í grein fyrir Þjóðviljann sem ég gæti sett saman í flýti meðan ég væri að kom- ast aftur inn í mitt eiginlega starf. Ekki var þó hægt að segja að þessi saga væri merkilegar bókmenntir. Hún var hluti af miklum sagnabálki um njósnar- ann „OSS 117“, réttu nafni „Hubert Bon- isseur de la Bath“, og bar númerið 169 í þeim flokki. Kennimark njósnarans var letrað efst á hverri forsíðu og kom auk þess gjarnan fyrir í titlunum, stundum með staðanöfnum eða öðrum ábending- um um sögusviðið, en einnig bar nokkuð á meira eða minna vel heppnuðum til- raunum til innríms, svo sem „OSS 117 og bomban í Bombay“ eða „Alger kaos hjá Maó“. Þar sem bókin virtist meir seld í blaðsöluturnum og lestarstöðum en venjulegum bókabúðum og mörg hefti hlutu að koma út ár hvert var þetta greinilega gert til að hoppa beinustu leið upp í augun á mönnum sem voru að flýta sér. Þessi bókaflokkur var sem sé færi- bandaframleiðsla, vafalaust með hóp rit- vöðla á bak við sig (þótt ég tali hér til H u g v e k j a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.