Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 118
H u g v e k j a 118 TMM 2017 · 1 handa: David Silberberg átti að taka rat- sjár og siglingatæki Keflavíkurflugvallar úr sambandi með skemmdarverkum, en kommúnistar um borð í togaranum Baldri áttu þá að taka við flugstjórninni með sínum tækjum og afvegaleiða flug- vélarnar þannig að þær steyptust oní miðja Reykjavík hlaðnar bensíni og jafn- vel sprengjum. Ekki þyrfti að tíunda ástandið í miðbænum eftir slíkt boms- araboms, og öruggt að öll þjóðin myndi rísa upp sem einn maður og heimta að bandaríska herliðið snautaði á braut sem skjótast. Þannig ætluðu íslenskir komm- únistar, undir öruggri handleiðslu Rússa, að ná markmiði sínu. Um þennan mikla reyfara skrifaði ég nú grein, þar sem ég sagði undan og ofan af sögunni, en greinin var þó fyrst og fremst miðuð við lokaorðin sem voru á þessa leið: „Þætti okkur þessi saga jafn fáránlega hlægileg ef hún væri t.d. látin gerast í Tælandi?“ Ég gekk semsé út frá því að engum gæti dulist að reyfarinn væri rugl frá upphafi til enda, og vildi koma til skila þeirri fornu speki að menn skyldu vara sig á þeim tíðindum sem eru langt að komin, ekki síst ef þau hefðu einhvern ísmeygilegan áróður að geyma. Þessi grein birtist í sunnudagsblaði Þjóðviljans 1. ágúst undir titlinum „Franskur spíón fiskar á Íslandi“. Þennan sama dag vildi svo til að ég hitti Guðjón Skarphéðinsson (síðar séra Guðjón Skarphéðinsson), sem ég þekkti þá ekki, í bílferð með sameiginlegri vinkonu okkar. Strax eftir að við höfðum heilsast fór hann að tala um greinina, sem honum fannst harla merkileg: „Höfundurinn veit mikið um Ísland,“ sagði hann. Ég taldi það af og frá. „Hann þekkir að minnsta kosti deilur kommúnista og maóista á Íslandi.“ Skömmu síðar barst talið að Geir- finnsmálinu, Guðjón taldi að sakborn- ingar væru allir saklausir og hélt því fram af talsverðri ákefð, en ég benti á það sem ég hafði lesið í blöðum að sumir þeirra hefðu játað á sig sakir. „Það er hægt að fá menn til játa hvað sem er“, sagði Guðjón og rataðist honum þá sannara á munn en hann gat órað fyrir á þessu stigi málsins. Svo leið þetta sumar og haustið líka. Ég hélt aftur til Parísar í október, og þar frétti ég mér til mikillar undrunar að Guðjón hefði verið handtekinn vegna Geirfinnsmálsins 12. nóvember. En ég leiddi ekki mikið hugann að því. En svo gerðist það 11. janúar 1977 að sendiráðsritari íslenska sendiráðsins í París hringdi í mig og hafði nokkrar fréttir að færa. Einhver rannsóknardóm- ari í Geirfinnsmálinu var á höttunum eftir mér og vildi fá mig til tals, væntan- lega með milligöngu opinberra fulltrúa Íslands í landinu. Það hefði nefnilega komið fram í yfirheyrslum yfir Guðjóni að til væri franskur lykilróman um Geir- finnsmálið, þar sem meðal annars væri sagt frá dularfullum líkfundum, og væri ég maðurinn sem vissi allt um það. Þetta hljómaði draugalega í svipinn, ég hafði takmarkaða löngun til að sóa tímanum í símayfirheyrslu hjá einhverjum trúgjörn- um en þó jafnframt tortryggnum rann- sóknardómara, en sendiráðsritarinn bætti við um leið: „Láttu mig bara vita hvað þú hefur um málið að segja, ég kem því áleiðis og svo skal ég sjá til þess að þú verðir ekki ónáðaður frekar“. Ég sagði honum að ég hefði engu við greinina að bæta, og hefur hann vafalaust staðið við orð sín, ég heyrði ekkert frá neinum rannsóknardómara eftir það. Ég mundi eftir þessu atviki sem fáránlegri skringi- sögu, og sagði hana stöku sinnum í sam- kvæmum, en viðbrögðin voru ekki alltaf þau sem ég bjóst við: „Varstu ekki hræddur?“ sagði skyn- söm kona.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.