Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 143

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 143
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 143 fram að tónlist hans hefði haft meiri áhrif síðustu ár en verk Schönbergs. Í þessu sambandi er „Tapíóla“ oft nefnd sérstaklega. Það er talið til hæfis að enda greinar eins og þessa með einhverjum skammti af nöldri, þar sem það er tíundað sem greinarhöfundi finnst vanta. Um Hildi- gerði frá Bingen segir Árni: „Ekki er víst að verk Hildigerðar hafi nokkru sinni ómað utan þeirra klausturveggja sem umluktu hana“, en hann hefði mátt segja til viðbótar að þetta fékk hún rækilega bætt á tuttugustu öld og síðar þegar þessi verk náðu ótrúlegri útbreiðslu og hans heilagleiki páfinn í Róm útnefndi hana „Doctor Ecclesiae“. Um „impressionisma“ hefði mátt taka það skýrar fram að orðið er ekki til komið af óljósum tengslum við myndlist samtímans – sem Debussy var reyndar mikill áhugamaður um – heldur tengist það meðferð hans á flóknum og breyti- legum hljómum, hann „málar“ með alls kyns tilbrigðum við þá eins og þeir séu blæbrigði lita. Þetta má sjá víða, t.d. í því hvernig stefið mjúka í 16. takti í sjöundu prelúdíunni í Préludes, Deuxieme Livre („… La terrasse des audiences au clair de lune“ eða „Áheyrnarsvalirnar í tungl- skini“) kemur aftur í 25–27. takti en þá með mestu mögulegu fjarlægð milli hljóma í hægri og vinstri hendi, dýpst niðri og hæst uppi með tómi á milli, þannig að það fær skyndilega – „pp subito“ stendur í nótunum – dulráðan blæ, og heyrist loks í 34. og 35. takti, en þá í fylgd með aukalaglínu þannig að úr verða harla ómstríðir hljómar. Þessu svipar mjög til litablöndunar impress- ionista. Ef menn vilja svo við hafa geta þeir litið á þetta sem sams konar „mynd“ af tunglskini og málverk Monet af framhlið dómkirkjunnar í Rúðuborg. Loks verður að geta að ég sakna fáeinna tónskálda sem mér hefði þótt rétt að væru nefnd, svosem Marin Marais sem nú er genginn í endurnýjun lífdaganna, Vierne og Widor, höfunda orgelsymfónía sem hljóma stundum í Hallgrímskirkju, eða þá Gustav Holst, og svo má minna á að til eru söfn af dönsum frá miðöldum til að leika á hljóðfæri undir alvöru böllum, eitt þeirra sennilega frá hirð Lúðvíks helga Frakklandskonungs, 1214–1270. Ef afrit af því hefði borist til Noregs hefði Sturla Þórðarson getað dansað „estampie“ eftir því til að hvíla sig frá ritun Hákonar- sögu. En þetta eru aukaatriði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.