Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 21
TMM 2017 · 3 21 Þorgeir Tryggvason Þrír Márar Nokkur orð um íslenskar Óþellóþýðingar Gerólíkt menningarumhverfi blasti við þeim þremur mönnum sem ráðist hafa í að þýða Othello Shakespeares, eitt af stórvirkjum skáldsins og þar með heimsbókmenntanna. Matthías Jochumsson hefur vafalaust haft um það litlar vonir að heyra þýðingu sína flutta á leiksviði árið 1885. Helgi Hálfdanarson þýðir sitt fyrsta Shakespeareverk, As You Like It, að beiðni Þjóðleikhússins, og Sem yður þóknast fer þar á svið 19521. Framan af þýðir Helgi eftir pöntun, en þegar fram í sækir þróast það áform að koma öllum verkum skáldsins í íslenskan búning, óháð eftirspurn leikhúsanna. Ekki er mér kunnugt um hvort Óþelló var þýddur að beiðni Þjóðleikhússins, sem setti verkið á svið í þýðingu Helga 1972, en hún kom síðan út á bók þremur árum síðar. Hallgrímur Helgason hefur þegar þetta er ritað sent frá sér þýðingar tveggja verka Shakespeares. Bæði eru þau þýdd að beiðni leikhópsins Vestur- ports, sem sló í gegn 2002 með uppfærslu Gísla Arnar Garðarssonar og Agnars Jóns Egilssonar á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms. Í desember 2016 frumsýndi Vesturport og Þjóðleikhúsið sýningu Gísla Arnar á þýðingu Hall gríms á Óþelló, sem kom í framhaldinu út hjá Vöku-Helgafelli. Í þessari grein er ætlunin að skoða nokkra staði í þessum þremur þýðingum og atriði sem lúta að efnistökum og nálgun þýðendanna. Þó er sjónum fyrst og fremst beint að verki Hallgríms Helgasonar, jafnvel svo að hinar tvær verða aðallega skoðaðar til að varpa ljósi á ákvarðanir Hallgríms við sína vinnu og útkomuna eins og hún birtist í prentaðri útgáfu þýðingarinnar. 5.2.1–22 Í Óþelló er engin alþekkt ræða. Ekkert sem jafnast á við „Now is the winter of our discontent …“, „Friends, Romans, Countrymen …“ „The Quality of Mercy is not strained“ eða „Tomorrow and tomorrow and tomorrow“. Hvað þá „To be or not to be …“. Mögulega fer eintal Óþellós yfir Desdemónu sofandi í upphafi lokaatriðisins einna næst því. Þetta er glæsilegur texti, þar sem hinn þroskaði Shakespeare notar vald sitt yfir stakhendunni til að skapa fullkomið jafnvægi milli hins óreiðukennda huga Óþellós og ljóðrænnar framsetningar hugsana hans, þar sem hann skoðar áform sitt og afleiðingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.