Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 26
Þ o r g e i r Tr y g g va s o n 26 TMM 2017 · 3 og svo virðast orðskýrendur bæði Arden og Cambridge á því að „cunning“ þýði hér einfaldlega „haganlegt“, „vel smíðað“, „fullkomið“. Áhugavert er að bera saman útleggingar á jafn erki-Skakespearskri línu og „Thou cunning’st pattern of excelling nature“. Matthías: Þú náttúrunnar æðsta undra-smíði! Helgi: Þú náttúrunnar vænsta snilldar-verk Hallgrímur: Þú náttúrunnar glæsta græskuverk Allt eru þetta flottar ljóðlínur en langtum rismest hjá Matthíasi, eins og vænta mátti. Athygli vekur að Hallgrími finnst ekki verra ef hægt er að koma að stuðlum, þó hann hafi þá ekki að meginreglu og deila má um hvort „græska“ eigi heima þarna yfirhöfuð. Hinn afgerandi sigur Matthíasar í þessari glímu leiðir hugann að því hversu hagsmuna lesenda, hvað þá áhorfenda, er illa gætt með því að hver þýðandi telji sig þurfa að finna sína eigin sjálfstæðu, „óstolnu“, leið. Þegar svo snjöll lausn er fundin á einhverri þraut að ekki verður betur gert, væri þá ekki öllum best þjónað með því að þeir sem á eftir koma noti hana? Öllum þ.e.a.s. sem hafa ekki aðra hagsmuni en listræna? Hér stangast hagsmunir neytandans á við höfundar- og sæmdarrétt, sem og faglega háttvísi þýðendanna. Ein ummerki sjást í ræðunni um ólíkar útgáfur enska textans. Allir þýða þeir þremenningar 13. línu á hliðstæðan hátt: „rós þín“ (Matthías), „þína rós“ (Helgi), „þitt blóm“ (Hallgrímur). Í F6 er þetta „thy rose“, en Q1 hefur „the rose“. Cambridge-útgáfan fylgir F, með neðanmálsgrein um að það orðalag sé „superior“, en Arden heldur sig við Q1. Sjálfur hallast ég að því. Óþelló er að teikna upp hliðstæðu þess að myrða manneskju, ekki að tala um morðið sjálft, fyrir utan að hugrenningatengsl við meydómsmissi, sem Hallgrímur ýtir undir með því að breyta rós í blóm, afvegaleiða hlustandann. Forvitnilegt dæmi um hvernig þýðendurnir hafa stuðst við ólíkar útgáfur, eða leyst á ólíkan hátt úr álitamálum er blótsyrðið „Zounds“ sem Óþelló lætur falla á 3.4.99, um leið og hann strunsar af sviðinu eftir að Desdemóna getur ekki dregið fram vasaklútinn sem Jagó hefur komið höndum yfir skömmu áður. Orðið er samdráttur á „God’s Wounds“ og þótti ekki við hæfi þegar heildarútgáfan F kom út 1623, þar sem hið litlausa „away“ er komið í staðinn. Bæði Helgi og Matthías fylgja því fordæmi og hafa „burt“ á þessum stað, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.