Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Síða 27
Þ r í r M á r a r TMM 2017 · 3 27 Hallgrímur færir formælingar Óþellós til íslenskrar blótvenju með „Helvítis djöfull!“ sem verður að teljast mun betri lausn og í fullkomnum samhljómi við storminn í huga persónunnar. Nútíminn „Leikhúsmenn þóttust nefnilega hafa himin höndum tekið þegar þýðingarnar fóru að berast frá hendi Helga. Margt bar til þess. Vald hans á bragnum, þar sem saman fer skyn og skýrleiki, næmi fyrir leikrænum blæbrigðum textans, tilfinningunni fyrir því að um er að ræða texta til sviðsflutnings — á skýru og kjarnmiklu nútímamáli, án þess að búa í of hátíðlegan búning, í einu orði sagt vald hans á íslenskri tungu. Leik- ritsþýðingar eru oftast að einhverju leyti börn síns tíma og það eru þýðingar Helga vissulega, en ég hygg að sá tími sé ekki sérlega takmarkaður í Helga tilviki.“ Sveinn Einarsson: Um Helga Hálfdanarson og leikritaþýðingar hans, Jón á Bægisá 13. árg. 2009 Leiktexti er texti augnabliksins. Áhorfendur hafa alla jafnan bara eitt tæki- færi til að nema hann, textinn aðeins einn möguleika á að vinna verk sitt í huga þess sem heyrir. Þetta þarf þýðandi Shakespeares að hafa í huga, um leið og hann er að snúa fjögur hundruð ára gömlum orðum, oft torskildum á frummálinu. Sérstaklega ef verið er að þýða með leiksvið í huga, en ekki útgáfu, þó hún fylgi mögulega í kjölfarið. Hugmyndin um að „nútímavæða“ Shakespeare, þýða verk hans á „nútímamál“ er flóknari en virðist í fyrstu, og deilur um hvort slíkt sé æskilegt eða mögulegt vilja fara úr böndunum áður en aðilar ná samhljómi um hvað sé yfirhöfuð átt við. Eitt það fyrsta sem vakti athygli mína við þýðingu Hallgríms, fyrst á aðal- æfingu í Þjóðleikhúsinu, síðan á sýningu og loks í prentuðu formi, var hve lítið bar á „nútímavæðingu“. Úir þó og grúir af orðum úr íslensku dagsins í dag, jafnvel bregður fyrir orðalagi og vísunum sem væru óskiljanlegar þeim sem fyrst nutu Óþelló á íslensku sviði í „nútímalegri“ þýðingu Helga Hálf- danarsonar árið 1972. Áður en við skoðum nokkur slík tilfelli þá verðum við að skoða „elli- mörkin“. Þar skiptir mestu sjálfur heimur leikritsins og sagan sem það segir. Við erum stödd í veröld seglskipa, sverðabardaga og aðalsmanna. Hugmyndaheimurinn er einnig fjögur hundruð ára gamall. Siðferðisvið- mið, heimsmynd, trúarskoðanir. Jafnvel á ítrasta nútímamáli mun Óþelló bera aldri sínum vitni. Ef svo væri ekki myndum við sennilega ekki kalla útkomuna „þýðingu“ heldur „aðlögun“ eða hreinlega nýtt verk. Ofan á þetta bætast síðan áhrif og kröfur bragarháttarins. Bundið mál hljómar sjálfkrafa hátíðlegt, og þar með gamalt, sérstaklega ef orðaröð er vikið frá talmáli, laus greinir og orð eins og „ei“ fyrir „ekki“ eru notuð. Þér- ingar gefa máli fornan blæ. Þá kalla kröfur formsins á að þýðandinn hafi úr sem allrastærstum orðaforða að moða, til að orða innihald frumtextans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.