Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 34
Þ o r g e i r Tr y g g va s o n 34 TMM 2017 · 3 hafa í huga að eins og frægt er var Jagó kona í þeirri uppfærslu, svo merking senunnar fékk enn annan snúning við það. Tvær konur, önnur nýgift, hin hokin af reynslu hjónabandsins að ræða um karlsins gagn og nauðsynjar. Ekkert skrítið við það. Stingur mun meira í stúf á prenti. Fyrir komandi kynslóðir „… og ég held að það sé ýmislegt hér, sem fremur þyrfti að laga en ein lína í Shake- speare. Ég sjálfur hef aldrei lagt mig sérstaklega eftir Shakespeare, og það er mín skoðun, að fólk hér á landi hafi ekkert við hann að gera, því það skilur ekkert í honum. Benedikt Gröndal, Út af „Othello“, Norðanfari 1885 Margvísleg sérstaða greinir leiktexta frá öðrum bókmenntagreinum. Ein þeirra er sú staðreynd að leikrit er sífellt verið að endurþýða. Fátítt er að erlendar skáldsögur birtist í nýjum þýðingum ef nothæf þýðing er til. En hér höfum við þrjár þýðingar á Óþelló, allar vel nothæfar. Þetta er regla frekar en undantekning í leikhúsinu. Ekki bara þegar kemur að Shakespeare. Miller, Williams, O’Neill, Ibsen hafa allir ratað upp á svið undanfarin leikár í nýjum íslenskum búningi, þó nokkurra áratuga gamlar þýðingar á verkunum liggi fyrir, og ekkert bendi til annars en þær séu í sjálfu sér vel leikanlegar. Það er haft fyrir satt að þýðingar eldist hraðar og verr en frumtextar, og það má vel vera. Ein skýring á þessu vinnulagi leikhússins er sú að það hentar vel að hafa þýðandann til taks við úrvinnslu leiktextans, enda stendur afstaða nútímaleikhúss til klassískra leikrita nær því að líta á þau sem hráefni í sköpun en listaverk til túlkunar. Leiksýningar eru hverful list, en bækur hverfa ekki svo glatt. Þýðing Hall- gríms Helgasonar á Óþelló er frjálslegri en verk fyrirrennara hans, talar á stundum beint inn í samtímann og ólíklegt að þær vísanir standist allar tímans tönn, frekar en óteljandi smáatriði í verkunum sjálfum, sem í dag kalla á neðanmálsgreinar til að þær ljúkist upp fyrir lesendum. Texti Óþellós tók talsverðum breytingum í vinnu Vesturportsfólks. Þér- ingum var eytt, persónum fækkað, atriði færð til, texti fluttur úr munni einnar persónu til annarrar og tali um kynþátt Óþellós breytt, m.a. með því að nota „kakkalakki“ í stað „mára“. Kynvíxl Jagós og Emilíu hefur líka vafalaust kallað á breytingar. Styttingar voru umfangsmiklar, auk þess sem aukið var í textann að minnsta kosti tveimur löngum köflum: Ræðu um „útlendingaógnina“ sem lögð er í munn Brabantíós, föður Desdemónu, og samtali þar sem leikkonur sýningarinnar brjótast út úr persónum sínum og ræða jafnréttismál við áhorfendur. Ég sakna þessara kafla í útgefinni þýðingunni. Þeir eru bráðskemmtileg dæmi um orðsnilld Hallgríms og hefðu sómt sér vel sem viðauki. Einnig hefði verið gagn að einhverri greinargerð um vinnubrögð og afstöðu þýðandans og jafnvel um afdrif textans í sýningunni. Þannig hefði hinn útgefni texti gengist skýrt við eðli sínu; að vera ætlaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.