Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Side 44
44 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð líka þjóðsagnakennt, persónur eru iðulega fulltrúar ákveðinna eiginleika úr sagna flóru þjóðarinnar og hafa sumar ofurmennska eiginleika. Þær eru ekki margbrotnar þótt bókin sé löng og við kynnumst sálarlífi þeirra ekki nema að takmörkuðu leyti. Þannig tvinnar Kurniawan saman sagnahefð þjóðarinnar og áhrif frá sagnameisturum á borð við Gabríel García Márquez, William Faulkner og Salman Rushdie. Svipaða blöndu er að finna í annarri skáldsögu Kurniawans, Man Tiger (2004). Titillinn vísar til þess að í Margio, aðalpersónu bókarinnar, býr hvítt kvenkyns tígrisdýr sem hefur mikil áhrif á framvinduna í bókinni. Tígris- dýrið má lesa sem hlutgervingu á villidýrinu í mannfólkinu. Man Tiger er mun smærri í sniðum en Fegurð er sár og ekki nálægt því eins þroskað verk. Báðar eru sögurnar eins konar fjölskyldusögur. Man Tiger snýst í grunninn um hjónaband foreldra Margios. Það er síður en svo farsælt og að lokum heldur mamma hans framhjá með nágrannanum Anwar Sadat – nei, ekki egypska forsetanum sem var myrtur árið 1981 heldur er hér um að ræða lítilsigldan rakara og listamann sem mamman var húshjálp hjá. Mamman gengur í endurnýjun lífdaga við atlot nágrannans, hefur ekki kynnst sam- bærilegum atlotum í sínu misheppnaða hjónabandi. Hún verður ófrísk eftir nágrannann og þegar eiginmaðurinn kemst að því gengur hann í skrokk á henni sem leiðir til þess að barnið fæðist fyrir tímann og deyr að viku liðinni. Framhjáhald mömmunnar hefur síðan áhrif á ástalíf sonarins sem hafði verið í tygjum við dóttur grannans atlotagóða og í kjölfarið virkjast tígurinn í honum til voðaverks. Frá dauða Sadats er sagt í upphafsmálsgrein bókarinnar og einnig er ljóstrað upp hver morðinginn var. Það sem ekki er upplýst er hvað honum gekk til, já og af hverju hann drap á þann hryllilega hátt sem hann gerði: með því að bíta Sadat á háls. Sagan er því eins konar spennusaga en líður fyrir skort á samtölum og sviðsetningum svo hún verður frekar stöð og ein- tóna sögumannsfrásögn. Bygging hennar minnir á þjóðsögu sem sögð er í áföngum, frá mismunandi sjónarhornum. Persónur eru fremur grunnar og goðsagnakenndar því að sögumaður fer aldrei neitt sérstaklega nálægt þeim. Stærsti gallinn á Man Tiger er þó líklega sá að við sjáum sjaldan til tígursins sem ætla hefði mátt af titli bókarinnar að léki stórt hlutverk í sögunni. Smásögurnar sem hafa verið þýddar á ensku bera hugmyndaríkum höf- undi vitni en fjalla þó um skyld viðfangsefni og áðurnefndar skáldsögur: hrollvekjandi þætti í sögu Indónesíu, samskipti kynjanna og þjóðsagnaminni. Kurniawan er óhræddur við að skrifa sögur þar sem konur eru vitundarmiðja eða sögumenn. Má þar nefna söguna „Ekki pissa hérna“ þar sem kona fær kynferðislega útrás með því að halda í sér. Önnur er um konu sem nýtir sér þekkingu á innlendum plöntum til að eitra fyrir nýlenduherrum. Enn önnur fjallar á þjóðsagnakenndan hátt um fjölkvæni og dapurlegar afleiðingar þess. Í þessu fjölskrúðuga sagnasafni má líka finna fantasíukennda sögu um börn sem reyna að koma fíl fyrir í ísskáp af því að honum er svo heitt. „Rotnunar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.