Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Qupperneq 66
66 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Form skáldsögunnar undirstrikar þetta. Kaflarnir eru flestir með eina persónu í brennidepli og fá lesendur að sjá atburði frá hennar sjónarhorni. Hún segir skoðanir sínar og oft slæðist með almannarómur. Þetta er síðan reglulega brotið upp með predikunum Tuulikki, sem talar úr dásvefni. Frá henni streymir óbrotinn flaumur biblíumáls sem sannfærir marga um það að heilagur andi komi yfir hana og hún hafi spádómsgáfu. Fyrir þá sem hafa unun af kraftmiklum stíl þá er ákaflega gaman að lesa þá kafla. Hér er ein málsgrein snemma í bókinni, í mjög haglegri þýðingu Sigurðar Karlssonar: „Vakið því, þið vitið ekki hvenær þið verðið að ganga um þrönga hliðið, hvenær þið verðið kölluð fyrir hinn eilífa dómstól, því að ég segi ykkur, nú í kvöld gengur maður einn hér í Nihtamo til hvílu og í nótt verður sál hans kölluð til Guðs og til að verða dæmd af Jesú. Vakið og biðjið því að öxin er þegar lögð að rótum trjánna.“ Þetta þorp, Nihtamo, sem hér er nefnt, er uppdiktað. Í sögunni er það staðsett nálægt Rauma, sem er fjörutíu þúsund íbúa hafnarpláss við sunnan- verðan Helsingjabotn. Það ætti ekki að koma fólki á óvart sem þekkir til verka Tapio, enda er hann þaðan, býr þar enn, og er orðinn staðarskáld. Rauma er mjög sérstakur bær. Hann byggðist upp kringum miðaldaklaustur sem stofnað var á fjórtándu öld, og stendur þar enn sextándu aldar kirkja. Gamli miðbærinn er á heimsminjaskrá UNESCO, enda nær ósnert 18. aldar götu- mynd. Það er sérkennileg upplifun að ganga þar um því ef maður er kominn í götu utan alfaraleiðar þá væri allt eins hægt að vera tímaferðalangur, því ekkert við umhverfið er samtímalegt. En svo er gengið áfram og þá kemur kannski í ljós póstkassi, GSM endurvarpi eða plakat í glugga af Lionel Messi. Fyrir utan sögulega og byggingarlega sérstöðu þá skartar Rauma einnig eigin mállýsku sem hefur getið af sér sérstakar bókmenntir. Tapio hefur einmitt samið ljóð á henni. Hann er langt í frá einn um það en Tapio er sá af núlifandi höfundum sem hefur lagt mesta alúð í að segja sögu þessa héraðs. Fátt er skáldi betra en að hafa góðan skilning á nærumhverfi sínu. Það er mikilvægt að hafa eitthvað fast fyrir til að spyrna í þegar á að ná flugtaki. Sumir höfundar finna jafnvel allan sinn efnivið á sínum heimaslóðum og verða órjúfanlega bundnir einum punkti á jarðarkringlunni. Landslagið og samfélagið í kring verður lifandi veröld sem berst lesendum gegnum texta, og fá þeir því ferðalag út í heim í kaupbæti við bókina. En Tapio skipar sér í undirflokk tveggjastaðaskálda. Íslendingum er hann kannski best kunnur sem vestfirskur höfundur, en hann bjó þrjú ár á Ísafirði og vann sem smíða- kennari, þó menntun hans hafi verið í guðfræði. Áður var hann eitt ár í Reykjavík og á Flateyri. Sú bók hans sem náð hefur mestri hylli hér á landi er Vestfjarðaepíkin Ariasman – frásaga af hvalföngurum, sem fjallar um Spán- verjavígin 1615. Skáldsagan á sér dyggan aðdáendahóp hér á landi, en hefur líka verið þýdd á basknesku. Bókin kom út þar syðra í ár og hafði sagan vakið athygli jafnvel áður en hún kom fyrir sjónir almennings, því Tapio var beðinn af skólayfirvöldum að semja unglingabók um sömu atburði, sem hann gerði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.