Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 68
68 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð að tengja allt saman við hinar liðnu hörmungar tekst honum að vekja samúð og skapa samkennd með persónunum, enda hafði stríðið áhrif á líf þeirra allra á einn eða annan hátt. Þó að nærsveitir Rauma séu sögusvið bókarinnar þá tekst Tapio að leiða hinn stóra heim inn í söguna, til dæmis með því að láta eina söguröddina koma úr munni unglings, Jaakko, sem hafði flúið ásamt fjölskyldu sinni frá ströndum Ladogavatns, en það landsvæði varð hluti af Rússlandi eftir síðar heimsstyrjöld. Fjögur hundruð þúsund Kirjálar fluttust búferlum til Finn- lands, og ákvað finnska ríkið að útvega þeim landskika til að halda búskap sínum áfram. Þetta var gert um allt land, og þannig endaði Jaakko í smáþorpi á vesturströnd Finnlands, fimm hundruð kílómetra frá uppvaxtarsveit sinni. Hann er rekald í stórsögunni, en þegar skáldsagan á sér stað hefur öldu- gangur hennar róast, og þrátt fyrir allt eygðu Finnar nú betri tíð. Í þessu samhengi er þessi tvískipting, verkfræðin og trúin, auðskiljanleg. Þó vonin sem þeir veiti séu af mismunandi toga, þá eru stillansar og krossar hvorir um sig ávísun á giftusama framtíð. Tapio lýsir þessu tvennu af natni, persónur hans sítera biblíuvers og hugsa um það hvernig best sé að hefla við. Sem má kannski búast við af guðfræðimenntuðum fyrrum smíðakennara. Annars er nákvæmni eitt af höfundareinkennum Tapio, þó hann geti hleypt sér á flug þegar sagan kallar á það. Hann nýtir skilningarvitin til að finna það sem þarf í nærumhverfi sínu og eigin þekkingarbrunni. Mjög gott dæmi um það er hvernig hann skrifar kaflana sem eru frá sjónarhorni Tuulikki sjálfrar. Hennar skjól frá heiminum er mýrlendið, þar sem léttfætt unglingsstelpan getur farið þangað sem stórstígara fólk kemst ekki. Lýsingar hennar á nátt- úrunni eru ljóðrænar, flæðandi og myndríkar, en jafnframt skýrar í öllum smáatriðum: „Ég tiplaði úr fylgsnum skógarins í átt að mýrinni til að sjá betur, trén urðu lægri, kræklóttar mýrarfurur og riðandi birkihríslur í bland við kargaþýfi og kjarr, og þarna, í miðri sinugulri og mosarauðri mýrinni stikuðu langleggjaðir, gráleitir glæsilegir fuglar, breiddu úr og blökuðu vængjum sínum, teygðu hálsana og þeyttu aftur básúnur sínar eins og til að segja að tíminn væri kominn, vorið væri komið og miskunnsöm sólin skini nú að nýju á allt.“ Náttúra Finnlands er ólík þeirri íslensku. Hér á landi erum við vön því að líta svo á að náttúran sé full af hættum enda má stundum ekki mikið út af bera til þess að komast í lífsháska. Finnar líta á náttúruna sem sitt athvarf. Hún sér um þá, færir þeim björg og vernd. Það er í samfélaginu, jafnt manna og þjóða, sem þeim þykja hætturnar leynast, meðan Íslendingar hafa þurft að hnipra sig saman í hnapp eins og hestar í höm til að þreyja lífið. Þrátt fyrir þennan grunnmenningarmun er ótal margt sameiginlegt og þegar maður les Predikarastelpuna er hugsunin oft mjög kunnugleg íslenskum lesanda. Stundum er eins og sé verið að lesa íslenska skáldsögu, nema nafnorðum hefur verið skipt út fyrir önnur framandi: vígvallamaður, múltuber, seyði úr víðiberki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.