Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 70
70 TMM 2017 · 3 Kristín Jónsdóttir Hiromi Kawakami og stjörnur yfir Tókýó Tveir einfarar taka að spjalla saman á bar og smátt og smátt vex sambandið. Hún er rétt um fertugt, hann er kennari á eftirlaunum og hafði einmitt kennt henni japönsku í skóla. Hún var ekki áhugasamur nemandi og undrast að hann skuli muna eftir henni. Þau eru bæði þrjósk og í raun ánægð með að fá að vera bara ein í friði en einhvern veginn geta þau þó ekki slitið sig hvort frá öðru, þótt stundum verði mislöng hlé á sambandinu … Skáldsagan Stjörnur yfir Tókýó (á frummálinu heitir hún reyndar Skjala- taska kennarans/Senseis) er lágróma og „þægileg“ skáldsaga aflestrar. Ég þýddi þessa sögu og þótt segja megi skammlaust að grunnurinn sé klisja, er eitthvað í henni sem hélt mér allan tímann sem ég glímdi við þýðinguna. Í hvert skipti sem ég kom að lokakaflanum, brutust út tár, jafnvel í allra síðasta skiptið sem ég las yfir, áður en ég sendi handritið frá mér í prentun. Ég hef í raun aldrei almennilega skilið hvað það var sem heillaði mig mest. Þessi örfína leið höfundarins til að lífga Tsukiko og Sensei við, pjattið í henni þegar þau eru að fara á „stefnumót“ í staðinn fyrir að hittast bara á barnum eins og vanalega, þrjóskan í honum þegar hann veit að hann hefði ekki átt að gera grín að henni. Gallar þeirra eru svo ofurkunnuglegir og hversdagslegir að það er ekki hægt annað en að finna til með þeim.Ástríðan fyrir tungumál- inu og japanskri menningu er smitandi. Margar lýsingar eru yndislegar, til dæmis á smámununum sem Sensi safnar; það eru hlutir á borð við rafhlöður sem gefa enn frá sér ofurveikan straum. Og ekki spillir lýsingin á matnum sem hið drykkfellda par gæðir sér á til að verða ekki of full, það er sannkallað gastrónómískt ferðalag að lesa um framandi sjávarfang, krydd og sósur. Þótt söguþráðurinn sé brotakenndur og minni frekar á smásagnasafn, er einhver ósýnileg lína sem lesandinn fer að halda í og saknar þegar bókinni lýkur. Í þýðingum mínum hef ég tekið þann pól í hæðina að vera ekki í sambandi við höfundinn til að leysa úr vandamálum sem óhjákvæmilega koma upp, heldur axla sjálf alla ábyrgð á túlkun minni á verkinu. Höfundurinn hefur skilað verkinu af sér og ég tel það ekki áhugavert að fá hann til að staðfesta minn skilning. Við þýðinguna á Stjörnur yfir Tókýó játa ég þó að nokkrum sinnum var ég komin á fremsta hlunn með að brjóta þessa vinnureglu mína,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.