Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 12
10
manna, eða 9/4% af mannafla þessara ríkja, gangi atvinnulausar á þessu ári, en
samsvarandi tölur fyrir árið 1982 voru 30 milljónir og 81/2%. Uggvænlegt er, að í
þessum spám er ennfremur gert ráð fyrir, að atvinnuleysi aukist enn frekar árið
1984.
Milliríkjaviðskipti eru talin aukast heldur á ný á þessu ári eftir samdrátt
undangengin tvö ár. í spám OECD er þó gert ráð fyrir, að verslun aðildarríkj-
anna við önnur ríki haldi áfram að dragast saman en innbyrðis verslun
aðildarríkjanna aukist nokkuð. Búist er við, að viðskiptakjör OECD-ríkja batni
að mun í ár vegna lækkunar olíuverðs og viðskiptahalli þeirra minnki úr 31
milljarði dollara 1982 í 27 milljarða 1983. Á hinn bóginn er því spáð, að 29
milljarða dollara viðskiptahalli verði hjá OPEC-ríkjunum í ár, eftir um 4
milljarða halla í fyrra og 60 milljarða afgang árið 1981. Viðskiptahalli annarra
þróunarríkja er talinn verða heldur minni í ár en síðstliðin tvö ár, eða um 50
milljarðar dollara, samanborið við 66 milljarða 1982 og 78 milljarða árið 1981.
Hagþróun á Islandi.
Hagtölur fyrir árið 1982 benda til þess, að þjóðarframleiðslan hafi minnkað um
2% á árinu en þjóðartekjur dregist saman um nálægt 2/2% vegna rýrnandi
viðskiptakjara. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1975, að þjóðarframleiðslan minnkar.
Full atvinna hélst allt árið 1982, en eftir því sem á árið leið varð efnahagsástand
ótryggara. Verðbólga, sem frá upphafi til loka árs 1980 var nærri 60% og fór
niður undir 40% 1981, jókst á ný í 60% frá upphafi til loka ársins 1982. Hin
óhagstæða þróun efnahagsmála árið 1982 átti ekki hvað síst rætur að rekja til
mikils afturkipps í útflutningi vegna minni fiskafla og markaðserfiðleika fyrir
skreið, ál og kísiljárn. Loðnuveiðibann, minnkandi þorskafli, ónóg eftirspurn í
heiminum eftir mikilvægum útflutningsvörum, aukin þjóðarútgjöld og miklar
vaxtagreiðslur af erlendum skuldum ollu alvarlegum halla í viðskiptum íslands
við önnur lönd. Þjóðarútgjöldin jukust um 2% um leið og þjóðartekjur drógust
saman um 2V2%. Viðskiptahallinn jókst því úr 5% af þjóðarframleiðslu árið 1981
í 10% 1982.
Spár Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1983, sem settar voru fram í aprílmánuði
síðastliðnum, bentu til þess, að þjóðarframleiðsla drægist saman um 4/2-5/2%
árið 1983. Samdráttur þjóðartekna var talinn verða minni vegna batnandi
viðskiptakjara, eða um 3-4%. Ennfremur var því spáð, að á viðskiptunum við
útlönd yrði áfram halli, sem næmi um 4% af þjóðarframleiðslu.
Spáin í apríl var reist á áætluðum niðurstöðum ársins 1982, hagtölum tveggja
fyrstu mánaða ársins og mati á horfum í aprílbyrjun. Horfur hafa nú breyst í
veigamiklum atriðum, meðal annars vegna efnahagsaðgerða, er hrundið var í
framkvæmd við myndun nýrrar ríkisstjórnar í lok maí, auk þess sem nú liggja
fyrir upplýsingar um framvindu ýmissa þjóðhagsstærða á fyrri helmingi ársins.
Þjóðhagsspáin fyrir 1983 hefur því verið endurskoðuð og er niðurstaðan sú, að