Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 16

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 16
14 er samið fyrir eða eftir gildistöku laganna, og allir kjarasamningar framlengj- ast til sama tíma. 2. Tímabilið 1. júní 1983 til 1. febrúar 1984 skal framfylgja ströngu verðlagseft- irliti og skulu verðlagsyfirvöld aðeins heimila brýnustu verðhækkanir. Almennt fiskverð og launaliður í verðlagsgrundvelli búvöru skulu hækka eins og laun yfirleitt á þessu tímabili. 3. Fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum fólu meðal annars í sér lækkun tekjuskatts einstaklinga með hækkun persónuafsláttar og barnabóta vegna barna yngri en sjö ára, aukningu útgjalda til að jafna húshitunarkostnað og sérstaka hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbótar elli- og örorkulífeyris- þega og mæðralauna. Heildarkostnaður vegna þessara ráðstafana er talinn nema rösklega 400 milljónum króna, en í staðinn er ríkisstjórninni heimilað að lækka útgjöld samkvæmt fjárlögum um 300 milljónir króna. Auk þess ákvað ríkisstjórnin nokkrum vikum síðar að lækka tolla af ýmsum nauð- synjum og innflutningsgjald af bílum og fella niður 10% gjald af sölu ferðagjaldeyris. Pessar ráðstafanir eru taldar kosta ríkissjóð um 100 milljónir króna á þessu ári, en um tvöfalt hærri fjárhæð á heilu ári. 4. í því skyni að draga úr áhrifum ráðstafana í launamálum á fjárhag heimilanna var ríkisstjórninni veitt heimild til að ákveða að fresta allt að fjórðungi af greiðslum afborgana, verðtryggingar og vaxta af verðtryggðum íbúðalánum og lengja lánstímann að sama skapi. Þessari heimild hefur verið beitt. 5. Með lögunum um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum var Olíusjóður fiskiskipa lagður niður, en hann var settur á stofn með bráðabirgðalögum í september 1982 í því skyni að greiða niður olíukostnað fiskiskipa. Fyrst í stað var sjóðurinn fjármagnaður með greiðslum úr Tryggingasjóði fiskiskipa og lántökum, en frá síðustu áramótum með því að leggja sérstakt 4% útflutn- ingsgjald á sjávarafurðir. Jafnframt var þá 7% olíugjald af fiskverði afnumið. Samtals svaraði olíuniðurgreiðslan og olíugjaldið á fyrri hluta þessa árs til 17% álags á fiskverð. í staðinn var tekin upp sérstök kostnaðarhlutdeild útgerðar utan skipta, sem nemur 29% ofan á fiskverð (þar af koma þó 4% til skipta á bátaflotanum). Þessar ráðstafanir fólu í sér breytingu á hlutaskiptum útgerðar og sjómanna útgerðinni í hag svo og breytingu á tekjuskiptingu eftir tegundum fiskiskipa, bátaflotanum í hag, og stafar síðarnefnda breytingin af niðurfellingu olíuniðurgreiðslna. Auk þess var með þessum lögum tekinn 10% gengismunur af birgðum og ógreiddum útflutningi vegna gengis- breytingarinnar í maílok. Þessu fé skal verja í þágu sjávarútvegs og sjóða hans og hefur að mestu runnið til að bæta útgerðinni hluta gengistaps á erlendum skuldum, en einnig til saltfiskdeildar Verðjöfnunarsjóðs. Þjóðhagsstofnun hefur leitast við að meta áhrif ofangreindra ráðstafana í ýmsum atriðum. Þetta mat er miklum erfiðleikum bundið og á það við allt í senn, áhrif á verðlag, tekjur og kaupmátt, en ekki síst við það hversu fljótt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.