Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 31

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 31
Atvinna, verðlag og tekjur Atvinna. Arið 1982 var atvinnuástand víðast hvar gott, þegar á heildina er litið. A nokkrum útgerðarstöðum dró þó heldur úr atvinnu vegna minni afla og loðnuveiðibanns. Tölur um skráð atvinnuleysi benda að vísu til slaknandi atvinnuástands, þar sem að meðaltali töldust 770 manns atvinnulausir á mánuði árið 1982, samanborið við rúmlega 400 árið 1981. Þetta jafngildir um 0,7% af mannafla 1982 og 0,5% 1981. Þessar tölur segja hins vegar ekki alla söguna, því að í janúar og fram undir miðjan febrúarmánuð í fyrra gætti í atvinnuleysistölunum áhrifa róðrarstöðvun- ar, sem hindraði rekstur fiskvinnslustöðva víðast hvar á landinu. Þessi áhrif koma glöggt fram í því, að undanfarin ár hefur skráð atvinnuleysi í janúar og febrúar verið um það bil þriðjungur atvinnuleysis á árinu öllu, en var árið 1982 tæplega helmingur. Annað atriði, sem skýrir fjölgun skráðra atvinnulausra, er breyting á lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð — þar sem meðal annars tekjuskerðingarmark var fellt niður. Með hliðsjón af þessu verður að telja, að atvinnuástandið hafi í raun verið svipað árið 1982 og undanfarin ár. Tölur um atvinnuleysi síðustu árin sýna, að verulegar sveiflur í afkomu þjóðarbúsins hafa ekki haft áhrif á skráð atvinnuleysi, sem hefur verið næsta svipað ár frá ári. Af þessu sýnist mega draga þá ályktun, að atvinnuástand hér á landi hafi síðasta áratug yfirleitt einkennst af þenslu og skorti á vinnuafli fremur en skorti á atvinnutækifærum, þótt beinar tölur um ófylltar stöður og eftirspurn eftir vinnuafli skorti. Þannig má telja, að atvinnuleysi hér á landi sé fyrst og fremst árstíða- og tímabundið, en ekki varanlegt. Til samanburðar má nefna, að á síðasta ári var atvinnuleysi á öðrum Norðurlöndum talið á bilinu 3-10%, að meðaltali um 5J/2%. í ríkjum OECD voru rétt um 30 milljónir manna skráðar atvinnulausar á síðasta ári, eða sem svarar til 8/2% af heildarmannafla í þessum ríkjum. Áætlað er, að árið 1983 haldi atvinnuleysi í umheiminum áfram að vaxa enda þótt horfur séu á nokkrum efnahagsbata. Samkvæmt spám alþjóðastofnana er talið, að heildarfjöldi atvinnulausra í ríkjum OECD verði 33-34 milljónir á þessu ári, eða 9Vi% af mannafla í þessum ríkjum. Um einstaka þætti atvinnuleysisskráningarinnar hér á landi má segja, að skiptingin eftir landshlutum virðist svipuð því, sem verið hefur nokkur undan- gengin ár. Þannig er rétt innan við þriðjungur skráðra atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og hlutur annarra landshluta er svipaður og undanfarin ár. Hlutur kvenna í atvinnuleysistölunum er heldur meiri en hlutur karla, eða rétt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.