Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 34

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 34
32 Verðlag. Þróun verðlags á síðasta ári sýnir glöggt þann víxlgang launa, gengis og verðlags, sem í vaxandi mæli hafði verið festur í hagkerfið. Eftir talsverðan slaka í verðhækkunum á seinni hluta ársins 1981, sem meðal annars kom fram í því, að árshækkun framfærsluvísitölu fór úr 60% í upphafi ársins niður undir 40% í lok þess, urðu verðbreytingar á fyrstu mánuðum ársins 1982 örari. Gætti hér meðal annars áhrifa þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru í lok ársins 1981 og á fyrstu mánuðum ársins 1982, auk þess sem gengi íslensku krónunnar lækkaði ört á þessum tíma. Með auknum niðurgreiðslum tókst þó að hafa hemil á hækkun framfærsluvísitölunnar framan af ári, og um mitt ár mældist árshraði hennar um 46-48%. Um og eftir mitt síðasta ár gekk ný kjarasamningalota yfir og í kjölfar hennar urðu verðbreytingar örari. Jafnframt var gengi krónunnar lækkað ört, bæði með formlegri gengisbreytingu í ágústmánuði svo og hröðu gengissigi á síðustu mánuðum ársins. Undir lok ársins var tólf mánaða hækkun framfærsluvísitöl- unnar komin í 60% og stefndi upp á við. Á mælikvarða framfærsluvísitölu hækkaði verðlag að meðaltali um 51% milli áranna 1981 og 1982. Hækkunin frá upphafi til loka árs var hins vegar talsvert meiri, eða tæplega 60%, enda fór verðbólguhraðinn vaxandi, eftir því sem á árið leið. Aðrir mælikvarðar verðlags sýna nokkru meiri hækkun árið 1982 og veldur þar einkum, að áhrif niðurgreiðslna, sem voru umtalsverð á fyrri hluta ársins, vega mun þyngra í neyslugrundvelli framfærsluvísitölunnar en raunveruleg samsetning einkaneyslunnar gefur til kynna. Þannig er áætlað, að verðlag einkaneyslu hafi hækkað um 54% að meðaltali milli 1981 og 1982, eða 2% meira en framfærsluvísitalan. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um rösklega 56% að meðaltali, en hækkunin frá upphafi til loka ársins 1982 var um 64%. Verðbreytingar í einstökum þáttum framfærsluvísitölunnar hafa undanfarin ár verið nokkuð misjafnar. Kemur þar ýmislegt til. Breytingar á niðurgreiðslum búvöru hafa valdið því, að búvöruverð hefur gengið með rykkjum og skrykkjum Tafla 12. Verðbreytingar í framfærsluvísitölu 1979—1983'). Meöalhækkun á ári 1980 1981 1982 1983 1979-1983 % % % % % Landbúnaðarvörur .......................... 90,9 51,8 32,5 101,9 66,9 Fiskur .................................... 67,1 56,9 43,5 84,9 62,4 Aðrar innlendar neysluvörur................ 61,3 48,2 48,5 79,1 58.8 Innfluttar neysluvörur .................... 60,0 50,0 45,4 84,1 59,2 Opinber þjónusta .......................... 43,6 48,5 57,7 107,2 62,5 Önnur þjónusta ............................ 56,8 51,9 52,1 79,8 59,8 Húsnæði ................................... 55,6 54,8 48,0 72,1 57,4 Samtals .................................. 62,6 50,8 45,7 86,6 60,7 1) Miðað er við tólf mánaða hlutfallslegar breytingar í maímánuði ár hvcrt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.